Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 34
Viö vorum stödd í Denali-þjóðgarð-
inum hinn illræmda 11. september,
þegar hryðjuverkin voru framin í
New York. Það raskaði þó ekki
ferðaáætluninni, en hafði greinilega
mikil áhrif á allt samfélagið. Þessi
mynd er tekin 12. september í bæn-
um Talkeetna þar sem fánar blöktu
víða í hálfa stöng. Mynd: jGP.
Tumi Traustason líffræðingur (til
vinstriil býr í Alaska og annaðist
undirbúning og leiðsögn, ásamt
Bjartmari. Áttu þeir stóran þátt í
hversu vel ferðin tókst. Mynd: |BA.
ingar- og uppeldisstöðva ánna.
En fjölbreytilegt dýralíf er til fleiri
hluta nytsamlegt en að vekja
undrun hjá íslendingi. Veiðar á
villtum dýrum á landi, í ám og í
vötnum skipa nefnilega stóran
sess í ferðaþjónustu Alaska og
færa heimamönnum umtalsverð-
ar tekjur árlega.
LOKAORÐ
Ótrúlega mikið strjálbýli sam-
fara mikilli líffræðilegri fjöl-
breytni og framleiðni vistkerfa,
þótt hnattstaðan sé svipuð og á
íslandi, er án nokkurs vafa það
eftirminnilegasta úr ferðinni.
Hugtakið „ósnortið víðerni" fær
einhvern veginn nýja og ger-
breytta merkingu, þegar ekið er
eftir fáum, löngum en góðum
vegum ríkisins með ósnortna,
skógi vaxna og mikilfenglega
náttúru á alla vegu. Og þótt allt
land sé skógi vaxið, spilla skóg-
arnir sfður en svo fyrir útsýninu;
eru raunar óaðskiljanlegur þáttur
í útsýninu. Skógarnir hefja upp
andstæðurnar í landslaginu, sér-
staklega í haustlitunum í sept-
embermánuði, þegar gulir og
rauðleitir laufskógar mæta dökk-
grænum skógum sfgrænna barr-
trjáa með fjallasýnina sem um-
gjörð.
Annað sem vekur athygli ís-
lensks ferðalangs í Alaska er hin
algera vöntun á vind- og vatns-
rofi. í landi sem liggur svo norð-
arlega á hnettinum, og á einnig
sameiginlegt með íslandi eld-
virkni og þar af leiðandi fokgjarn-
an eldfjallajarðveg, há fjöll og
svalt loftslag, hefði mátt eiga von
á að sjá a.m.k. eitt rofabarð. En
því var ekki að heilsa; hvergi
sáust nein merki um jarð-
vegseyðingu, nema lítils háttará
einum stað (Girdwood); f skfða-
brekku þar sem trjágróðri við
skógarmörk hafði verið eytt til að
auðvelda ferðir skíðamanna. Þótt
þykk líparítgjóskulög væru greini-
leg í jarðvegi á Kenaiskaganum
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003