Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 61

Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 61
Flókalundur Hér setti Skógræktarfélag V-Barða- strandarsýslu upp litla girðingu ofar- lega í brekkunni ofan við Hótel Flóka- lund. Hún er ekki á skrá yfir skógar- reiti á Vestfjörðum í yfirliti Hákonar 1966, né heldur er minnst á hana í skýrslum Skógræktarfélags V-Barða- strandarsýslu, meðan þærvoru birtar í Ársriti Skógrœktarfélags íslands. Ég kom þar fyrst 23. september 1980, og t minnispunktum mínum úr þeirri heimsókn stendur: „Jóhann Skaptason sýslumaður |sem var í stjórn skógræktarfélagsins| plantaði þarna á sinni tíð sitkagreni á gömlum húsarústum, ágætt. Um 5-6 m á hæð. Lakara utan þeirra, enda þurrt lynglendi. Samt ekki slæmt. lafnvel á mel þarna neðar hefir það spjarað sig furðan- lega. Skógarfura þarna ólúsug og frískleg". Annars er þetta ákaflega rýrt land, sums staðar blásinn mel- ur, en jarðvegur þó efst í reitnum. Sitkagreni er aðaltrjátegundin og hefir vaxið undravel við þessar aðstæður. Aðallega þyrpingin á húsarústunum. Þessi tré hafa lent næstum á kaf í snjó, eins og gerðist 1994-1995 (10. mynd). í „Landsúttekt" er yfirhæð sitkagrenis rúmlega 9 m við 45 ára aldur. Nú var hæsta tré rúmir 10 m. Allt að 60 cm ársprotar sáust. Skógarfura. Nokkur tré standa strjált á melnum. Til að sjá eru þau eins og klipptar kúlur, og eru þannig heilmikið skraut. Þau eru lúsarlaus, en nálar ofurstuttar, sem vissulega er merki þess, að þeim líði ekki vel. Furusúlungur (Suillus luteus) var þarna, sem myndar svepprót með tveggja nála furutegundum. Góðs viti. 9. mynd ertekin 24. september 1980 og sýnir góð þrif á sitkagrenitrjánum. 10. mynd tekin af ókunnum ljósmynd- ara veturinn 1994-1995, þegarsitka- grenilundurinn var nærri kaffærður í snjó. Aðeins glittir á þakið á hótelinu ofan við miðja mynd. 11. mynd var tekin 20. ágúst 2002. Má þar sjá, hvernig snjórinn hefir rifið greinar af fremstu trjánum. Sæmundur stendur lengst til vinstri. 12. mynd, tekin 24. sept. 1980, sýnir 13. mynd, tekin 20. ágúst 2002, sýnir skógarfururnar á melnum. nokkrar skógarfuranna, sem hafa lifað af. En einhverjar hafa týnt tölunni á þessum 22 árum. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.