Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 24
Merkt fyrirgönguleið inn í norðurskóginn 1997.
Ljósm: |ón Freyr.
Vel heppnaðurgróðurreitur. Myndin ertekið 1997, en
gróðursett var í hann á árunum 1983-1985. Ljósm: |ón Freyr.
Þetta var mikil vinna og erfið að
flytja tré á þennan hátt en árang-
urinn var svo vel sjáanlegur að
vinnan var þess virði. Víða í land-
inu er malarjarðvegur svo að ekki
var hægt að stinga upp plöntur
þar á þennan hátt enda enginn
möguleiki á því að hægt væri að
komast yfir meira.
Árið 1977 í desember fór nokk-
ur hópur kennara í Katlagil og nú
var grisjað í grenireitum og kom-
ið með afraksturinn til að nota
sem jólatré sem kennarar skólans
gátu fengið keypt gegn sann-
gjörnu verði. Þetta var svo gert í
nokkur næstu ár. Síðan var sá
háttur tekinn upp að kennarar
komu í Katlagil með fjölskyldu
sína á auglýstum degi í desember
og valdi hver sitt tré og sagaði
sjálfur. Þetta skógarhögg hefur
gefið Selssjóði velþegnar tekjur.
Á þann hátt tengdust kennarar og
fjölskyldur þeirra staðnum á ann-
an hátt og eru þetta mjög
ánægjulegir dagar og um leið er
skógurinn grisjaður.
Mikil þörf hefur verið að ganga
skipulega til verks og grisja elstu
greni- og furureitina og árið 2001
voru fengnir tveir skógfræðingar
sem unnu f 10 daga við þetta
verkefni. Nauðsynlegt er að halda
áfram þeirri vinnu.
Tegundir gróðursettra
trjáa
Trjáviður til smíða
Nemendur skólans hafa grisjað
dálítið á hverju ári eins og komið
hefur fram áður. Skólinn hefur
fengið þar smíðavið frá eigin
landi til að nota í smíðakennslu
skólans. Þetta er ekki mik-
ið magn af efni en skiptir
miklu máli að sýna fram á
hver afrakstur gróðursetn-
ingar verður með tíman-
um. Árið 2001, þegar
grisjað var af fagmönnum,
kom talsvert magn af viði
og var farið með sverustu
bolina að Mógilsá og
þeim flett í borðvið, þá
var komið „alvöruefni" til
að vinna með.
eru orðin tæplega 8 m.
Sitkagrenið hefur vaxið mjög
vel og eru hæstu trén orðin rúm-
lega 15 m. Fyrir nokkrum árum
var hæð grenitrjáa mæld í Mos-
fellsbæ og kom þá í ljós að
hæstu trén voru í Katlagili. Sitka-
Mest hefur verið gróð-
ursett af birki, sitkagreni,
stafafuru, bergfuru og
Ierki.
Birkið hefur komið
mjög vel út en vöxtur
hægur eins og allir
þekkja, það tekur því
mjög langan tfma að
koma upp skógi eingöngu
með birki. Hæstu birkitrén
Viður úr skóginum kominn að Mógilsá.
Nokkrir bolir sagaðir og tilbúnir til notkunar.
Ljósm: Jón Freyr.
22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003