Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 77
Helgi Hallgrínnsson
Ýmsar tegundir trjáa hafa þann
hæfileika að geta myndað dverg-
vaxið form, sem allt er smærra í
sniðum en venjulega formið og
hefur auk þess sáralítinn ársvöxt.
Alkunnugt er að birkið er víða
dvergvaxið, svo og blæöspin hér
á landi. Fágætt er hins vegar að
reyniviður sé dvergvaxinn, en
það kemur þó fyrir. Þetta örsmáa
form af reyni hef ég kallað
reynipísl eða píslreyni.
Eðlilegt hefði verið að nefna
það dvergreyni, en það nafn hefur
þegar verið fest við tegundina
Sorbus reducta, runnvaxna reyni-
tegund, sem ræktuð er hér f
görðum og verður varla hærri en
60-70 cm. Tegundin S. poteriifolia
(lyngreynir) er þó ennþá minni,
eða á hæð við lyng, og fer því að
nálgast umrædda reynipfsl.
Reynipíslin er vanalega með
örgranna sprota, sem virðast
vaxa af sömu rót, og spretta fá-
einir saman eða nokkuð margir í
breiðum sem geta verið upp f 2-3
fermetrar að stærð. Sprotarnir
eru 1-5 mm að þvermáli, skiptast
oft niður við rót og oft með
dverggreinum efst, en annars lít-
ið greinóttir og blöðin aðallega á
sprotaendum. Hæðin er oftast
1. Reynipísl í lyngmó í fjallinu ofan við Úlfsstaði á Völlum, 10. júlí 1988.
10-20 cm, en getur verið niður f 5
cm og allt að 30 cm. Biöðin eru
smá, oftast 4-7 cm löng með 4
eða 6 smáblaðapörum, en ann-
ars svipuð og á venjulegum
reyni. (Ávenjulegum reyni eru
blöðin 10-15 cm löng og blað-
pörin 4-7). Vex oftast í lyngmó-
um, sem stundum eru með
nokkru íblandi af lágvöxnu
birkikjarri, allt að 250 m y.s. Virð-
ist fágæt nema f útsveitum á
Mið-Norðurlandi og Austurlandi.
Hér verður nánar greint frá ein-
stökum fundarstöðum píslreynis,
sem mér er kunnugt um, af eigin
reynslu, eða úr heimildum. Þá
hafa þau Dóra jakobsdóttir,
Reykjavík, og Hörður Kristinsson,
Akureyri, gert mér þann greiða
að leita uppi dvergvaxin eintök af
reyniviði f plöntusöfnum Nátt-
úrufræðistofnunar Islands í
Reykjavfk og á Akureyri.
75
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003