Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 100

Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 100
MINNING Erlingur Sigurðsson F. 14. des.1916. • D. 8. mars 2000. Erlingur Sigurðsson fæddist í Sólheimakoti í Mýrdal. Foreldrar hans voru þau Sigurður E. Högna- son, f. 16.9.1888 á Eystri Sólheimum, d. 15.9.1960 f Reykjavík, og Þorgerður Erlingsdóttir, kona hans, f. 3.10.1889 á Kaldrananesi, d. 16.04.1974 í Reykjavík. Auk Erlings áttu þau Högna, f. 1915, Ragnhildi, f. 1918, og Guðrúnu, f. 1924. Erlingur ólst upp við hefðbundin sveitastörf, varð fljótt liðtækur við hvað sem var er búskap varðaði. Hann fékk hefðbundna barnafræðslu í barnaskólan- um á Eystri-Sólheimum, hjá Eiríki Sverrissyni, en hann kenndi þar 1918-1931. Snemma fékk Erlingur áhuga á menningar- fram- fara- og félagsmálum. Hann hóf ungur að starfa í gamla „Kára Sölmundarsyni" og var fyrsti formaður fé- lagsins þegar það var endurvakið skömmu fyrir miðja öldina. Ungmennafélagið byggði m.a. samkomuhús á aurunum austan við bæinn í Eystri-Pétursey og var það fyrsta alvöru samkomuhúsið f Dyrhólahreppi. Erlingur fékk ungur áhuga á skógrækt og var alla tíð mikill áhugamaður um það mál. Við stofnun Skógræktarfélags Mýrdælinga 21. maí 1944 var Erlingur kosinn f fyrstu stjórn félagsins eftir tilnefningu sýslumanns, Gísla Sveinssonar, sem lýsir trausti hans á Erlingi til þessara mála. Sat hann svö óslitið í stjórn félagsins allt til ársins 1988, þar af for- maður frá 1958. Lengst af voru með honum í stjórn þeir Einar H. Einarsson á Skammadalshóli og Páll Tómasson í Vík. Þó svo að það væri Gfsli Sveinsson sýslumaður, sem ýtti úr vör þessum þarfa og ágæta fé- lagsskap þá átti Erlingur ríkan þátt f að koma félaginu á fót. Stofnfélagar í Skógræktarfélaginu voru 169, þar af 27 ævifélagar. Félagið hóf störf með því að stækka gróðrarstöð Umf. Kjartans Ólafssonar í Deildarárgili og á næstu árum voru girtir reitir til skógræktar allvíða um Mýrdal en lítill árangur varð af þvf starfi. Árið 1952 var ákveðið að koma upp tilrauna- og uppeldisstöð f trjárækt undir umsjón Einars H. Ein- arssonar, en sú starfsemi lagðist fljótlega niður. Upp úr þvf var aðaláherslan lögð á þrjár skógræktargirð- ingar, þ.e. í Heiðardal, í Víkurbrekkum og svonefndum Gjögrum í landi Sólheimajarða. Skógræktarlandið í Gjögrum sýndi fljótlega að þarna var um afburða land og staðhætti til skógrækt- ar að ræða enda árangurinn eftir því. Hæstu tré í Gjögrum munu nú vera hátt í 15 m. Það var Erlingur sem gekkst fyrir því á sínum tfma að fá þarna land til skógræktar, í upphafi 7,5 ha. Af þvílíkum dugnaði og krafti var unnið að plöntun í Gjögrum að landið var fljótlega útplantað og var því skógræktargirðingin færð út. Fullplantað er nú í alla girðinguna, þ.e.a.s. það land sem talist getur hæft til skógræktar. Erlingur fylgdist vel með málum skógræktarinnar til hinstu stundar. Hann sótti m.a. í áratugi aðalfundi Skógræktarfélags íslands. Erlingur var gerður að heiðursfélaga í Skógræktarfé- lagi Mýrdælinga á 50 ára afmæli þess árið 1994. í stjórn Búnaðarfélags Dyrhólahrepps starfaði Er- lingur f mörg ár, einnig í stjórn Nautgriparæktarfélags Dyrhólahrepps. í upphafi tæknialdar í jarðrækt, um miðjan fimmta áratuginn, keypti Erlingur sé jarðræktartraktor, International W4, sem hann fór með um sveitina til ræktunarstarfa. Má segja að hann hafi með þessari vél valdið byltingu í túnrækt hér á svæðinu. Þá vann hann mikið land til ræktunar undir Eyjafjöllum eftir Heklugosið 1947. Erlingur kvæntist 11. janúar 1964 Kristínu Björns- dóttur, frá Stóru-Gröf f Stafholtstungum, f. 9. apríl 1934. Þau eignuðust fjögur börn, en Kristín átti eina dótturáður, Sigrúnu Ásgeirsdóttur, f. 12. janúar 1961, maki Einar Einarsson, f. 20. júnf 1960, þau eiga tvær dætur. Hin eru: Þorgerður, f. 22. nóvember 1964, maki Þorvaldur Eydal, f. 19. janúar 1963, þau eiga tværdætur; Sigurður, f. 15. mars 1966, maki Sigrún Finnsdóttir, f. 2. júní 1965, þau eiga tvö börn, dreng og stúlku; Björn Gísli, f. 24. september 1968, á einn son og Andrína, f. 22. maí 1971, maki Benedikt Braga- son, f. 3. september 1963, eiga eina dóttur. Erlingur varð fyrir heilsuáfalli árið 1967, sem skerti 98 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.