Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 102
MINNING
Ólafía G. E. Jónsdóttir
F. 7. júní 1904. • D. 15. september 2002.
15. september s.l. andaðist, nær tíræð að aldri, frú
Ólafía Gróa Eyþóra Jónsdóttir, einn af helstu velgjörðar-
mönnum Skógræktarfélags íslands.
Ólafía og eiginmaður hennar, Guðmundur Þorsteins-
son gullsmiður, sem andaðist 11. júní 1989, arfleiddu
Skógræktarfélag íslands fyrir allmörgum árum að eigum
sínum. Frá gefendum fylgdu ekki önnur skilyrði en þau
að féð skyldi renna til eflingar starfs á vegum félagsins.
Stjórn Skógræktarfélags fslands samþykkti að með
gjöfinni skyldi stofnaður sjóður sem bæri nafn þeirra
hjóna. í reglum sjóðsins er kveðið á um að hann skuli
vera í vörslu Skógræktarfélags íslands, að hann skuli
ávaxta á tryggilegan hátt og að 70 % raunvaxta skuli varið
til starfs á vegum félagsins í þágu skógræktar í landinu.
Gumundur Þorsteinsson gullsmiður fæddist árið 1897
í Blönduhlíð f Hörðudal í Dalasýslu. Hann fluttist til
Reykjavíkur um tvítugt og lærði gullsmíði hjá Jóni Sig-
mundssyni gullsmiði. Guðmundur setti á fót eigið gull-
smíðaverkstæði og verslun við Bankastræti 12 og rak það
fyrirtæki um áratugaskeið. Hann gat sér gott orð fyrir
vandaða gullsmfði og naut vinsælda og trausts í faginu.
Guðmundur var einn af stofnfélögum Félags íslenskra
gullsmiða og var gerður að heiðursfélaga á 50 ára af-
mæli félagsins árið 1974. Guðmundur Þorsteinsson lést
árið 1989 en fyrir andlát hans höfðu þau hjónin tekið
sameiginlega ákvörðun um gjöfina til Skógræktarfélags
íslands.
Ólafía G. E. Jónsdóttir fæddist að Votmúlaklausturkoti
í Sandvíkurhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Eiríksson
bóndi í Arnarstaðakoti í Hraungerðishreppi og Margrét
Þórarinsdóttir Wilson húsmóðir. Ólafía varyngst f hópi
sex systkina og eru þau öll látin. Ólafía ólst upp í Flóan-
um til 8 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem
hún bjó alla tíð síðan. Hún fékk hefðbundna barnaskóla-
menntun eins og þá tíðkaðist. Hún réðst til starfa hjá
fyrirtæki Guðmundar og starfaði að gullsmíði með hon-
um. Þau Ólafía og Guðmundur gengu f hjónaband árið
1932 ogbjuggu lengstafaðVffilsgötu 17 í Reykjavfk.
Ólafía vann að gullsmíðinni til ársins 1946 en annaðist
rekstur fyrirtækisins að mestu eftir það, eða þar til þau
hættu honum árið 1978.
Ólafía og Guðmundur, eða Lóa og Mundi, eins og þau
voru jafnan kölluð, voru samhent hjón. Þau höfðu yndi
af tónlist, voru í kórum og spiluðu á hljóðfæri. Þau voru
hestafólk og áttu marga góða hesta sem þau hýstu á
jörð sem þau áttu á Kjalarnesi. Þau hjón voru lengi fé-
lagar í Hestamannafélaginu Fáki og voru mjög vinsæl í
þeim hópi, enda fylgdi þeim jafnan glaðværð og jákvætt
viðhorf. Þá var Ólafía góður bridgespilari.
Ólafía var mjög söngelsk, hafði mikla og fagra rödd og
var oft fengin til liðs þegar halda átti tónleika á árum
áður. M.a. söng hún með Pétri Jónssyni, þeim fræga óp-
erusöngvara. Hún Iærði söng hjá þekktum tónlistar-
mönnum og söng m.a. undir stjórn Róberts Abrahams
Ottóssonar og Jóhanns Tryggvasonar. Þá var Ólafía líka
þekkt í hópi bridgemanna og þótti góður spilamaður.
Um margra ára skeið sótti Ólafía ýmsar samkomur á
vegum Skógræktarfélags íslands, þar á meðal aðalfundi
þess. Frá þessum samverustundum eiga margir félagar í
skógræktarhreyfingunni góðar minningar um Ólafíu. Hún
átti afar auðvelt með að kynnast fólki og hafði ánægju af
því að koma á mannamót félagsins. Þegar hún hóf að
sækja samkomur félagsins var hún lífsglöð þrátt fyrir
háan aldur og naut samverunnar við skógræktarfólk í rík-
um mæli. Hún hafði yndi af söng og stutt var í græsku-
laust gaman, þar sem hún gerði óspart grfn að sjálfri sér
og kom jafnan auga á hinar bjartari hliðar tilverunnar.
Hún var hrókur alls fagnaðar.
Ólafía var alla tíð heilsuhraust og ágætlega ern, allt
fram á síðustu ár. Hún hélt heimili á Vífilsgötu 17 þar til
snemma á sfðasta ári þegar hún flutti á öldrunarheimilið
Sóltún. Þar naut hún góðrar umönnunar og leið vel síð-
ustu ævidagana.
Gjöf þeirra Guðmundar og Ólafíu til Skógræktarfélags
íslands og velvildin í garð félagsins, sem gjöfin endur-
speglar, mun halda minningu þeirra hjóna á lofti meðal
skógræktarfólks. Með gjöfinni var styrkari stoðum skotið
undir starf Skógræktarfélags íslands og gjöfin mun veita
auknum krafti í starfsemi félagsins, f þágu skógræktar á
íslandi, um ókomna tíð.
Blessuð sé minning Guðmundar Þorsteinssonar og
Ólafíu G. E. Jónsdóttur.
Magnús Jóhannesson
100
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003