Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 69

Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 69
Bjarni Diðrik Sigurðsson Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti I. Einn mest rannsakaði skógur landsins Áárabilinu 1990 - 1998 fóru fram umfangsmiklar rannsóknir í asparteig nokkrum í Gunnarsholti á Rangárvöllum sem gróðursettur var gagngert til slíkra hluta. Þetta er tvímælalaust einn mest rann- sakaði skógur landsins og telst höfundi til að tutt- ugu og sex ritverk hafi birst vegna rannsókna á svæðinu (Tafla 1). Þrátt fyrir þetta þá er flestum áhugamönnum um skógrækt næsta ókunnugt um niðurstöðurnar, þar sem þær hafa að mestu leyti birst í erlendum vísindaritum og þar með ekki náð út fyrir þröngan hóp fagmanna. f þessu greinarkorni er meiningin að gefa stutt sögulegt yfirlit yfir þá vinnu sem fsienskir jafnt sem erlendir vísindamenn hafa unnið þarna. f nokkrum greinum sem munu fylgja í kjölfarið er ætlunin að taka fyrir áhugaverð- ustu niðurstöðurnar og kynna lesendum Skógrækt- arritsins. Forsaga Tilraunaskógarins Rekja má kveikjuna að stofnsetningu Tilrauna- skógarins í Gunnarsholti til íslandsheimsóknar Alex- anders (Sandy) Roþertson frá Forestry Canada árið 1983 og ferðar Sigurðar Blöndais, þáverandi skóg- ræktarstjóra, til Kanada ári sfðar. Sandy hafði um líkt leyti hafið mælingar á orkuflæði yfir víðiökrum á Nýfundnalandi í samstarfi við prófessor Harry McCaughey frá Queen's háskólanum í Kanada. Það varð úr að sett var upp sambærilegt rannsóknaverk- efni hér á landi, sem rekið var í samstarfi Mógilsár, Landgræðslunnar, Rala, Queen's háskólans og For- estry Canada. Samstarfsverkefnið hlaut nafnið „Rannsóknirá umhverfisbreytingum og orkuflæði viðfram- vindu asparskógar á berangri", en var í daglegu tali jafn- an nefnt „Kanadaverkefnið". Segja má að aðalmarkmið verkefnisins hafi verið tvöfalt; annars vegar að rann- saka hvernig veðurfarsþættir og vatnshringrás breyttust þegar skógur yxi upp á skóglausu landi og hins vegar hvernig umhverfisþættir stjórna trjávexti á svæðinu. Einnig var fylgst með því hvaða breyting- ar yrðu á gróðurfari og smádýralífi f kjölfar skógrækt- arinnar. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.