Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 93
5. mynd. (a og b) Alaskaösp og sitkagreni á Eystri Skógum sem misstu allt lauf
og barrsnemma hausts 2001. Ársprotar grenisins hafa náð að vaxa út með
nýju barri 2002. (c| Greni í Hornafirði sem missti hluta barrsins haustið 2000,
en mun jafna sig. Myndir: BDS, 27.07.2002 og LH, 15.09.2001.
fundust aðeins örfáar ertu-
yglulirfur. Lirfurnar höfðu ein-
ungis lagst á lúpínuna og engar
skemmdir sáust á birki, ösp eða
greni, þrátt fyrir talsverða leit.
Svo virðist því sem ertuyglan for-
gangsraði mjög ákveðið hvað
hún étur. Hún kýs tvíkímblöð-
unga umfram einkímblöðunga og
hún leggst ekki að neinu ráði á
trjágróðurinn fyrr en það mesta
af lúpínunni er uppétið, og það
gerist ekki nema í árum sem þétt-
leiki stofnsins er mikill.
Við heimsóknir í Hornafjörðinn
2001 og 2002 kom í ljós að allar
trjátegundir hafa náð að jafna sig
þrátt fyrir umtalsvert og jafnvel
algjört barrfall af völdum beitar
ertuyglunnar haustið 2000 (mynd
5c), og staðfestir það mælingarn-
ar frá Eystri Skógum.
Getur ertuyglan orðið plága í
skógrækt líkt og jarðyglan á
Austurlandi?
Skaðar á trjáplöntum vegna
ertuyglunnar hafa flestir orðið
innan um eða í næsta nágrenni
við alaskalúpínu. Lúpína hefur
verið mikið notuð til uppgræðslu
síðustu áratugi, og hefur hún
víða myndað stórar samfelldar
breiður8. Það er fyrst á seinni
árum sem menn hafa byrjað að
nýta lúpínubreiðurnar til skóg-
ræktar, oft með ágætum árangri.9
Búast má við fleiri áföllum á ung-
um gróðursetningum í eða í
námunda við lúpínubreiður á
sunnanverðu landinu. í árum
sem þéttleiki ertuyglu er mikill
getur hún slegið sér niður í öðr-
um gróðurlendum, eins og þekkt
er til dæmis úr þjóðgarðinum í
Skaftafelli og Hornafirði. Einnig
má búast við að með aukinni út-
breiðslu alaskalúpínu verði skað-
ar af þessu tagi algengari. Þó er
ólíklegt að ertuyglan verði eins
skeinuhætt skógrækt og jarðygl-
an, þar sem lirfustig hennar
leggst á trén seinna á vaxtartím-
anum. Þetta er þó með þeim fyr-
irvara að ertuyglufaraldrar standi
ekki lengur en eitt ár á hverjum
stað.
Þakkir
Borgþór Magnússyni, Erling
Ólafssyni og Hlyni Óskarssyni er
þökkuð ómetanleg liðveisla við
skrif þessarar greinar.
English summary
Broom motfi causes problems on afforestation sites in S and SE lceland
In recent years broom moth (Melancfira pisi) has been found to
cause damage on number of afforestation sites in south and
southeast Iceland. The moth is native to Iceland, but it has become
more prevalent lately following expansion of the introduced Nootka
lupin (Lupinus nootkatensis), which now forms the moth’s most
important habitat. The population dynamics of the moth are
characterised by infrequent and localised tops. The larvae are
hatched in late summer and are most active in early autumn. When
larvae population density booms, it can invade afforestation areas
and has been found to defoliate saplings of both coniferous and
deciduous origin. However, because of how late in the season it
appears, deciduous tree saplings (Betula pubescens and Populus
trichocarpa) were little affected the following year, even if they were
completely defoliated. Even coniferous saplings (Pinus contorta, Picea
sitchensis and P. engelmannii) that lost all their needles were found to
recover.
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2003
91