Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 69
Bjarni Diðrik Sigurðsson
Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti I.
Einn mest rannsakaði skógur landsins
Áárabilinu 1990 - 1998 fóru fram umfangsmiklar
rannsóknir í asparteig nokkrum í Gunnarsholti á
Rangárvöllum sem gróðursettur var gagngert til
slíkra hluta. Þetta er tvímælalaust einn mest rann-
sakaði skógur landsins og telst höfundi til að tutt-
ugu og sex ritverk hafi birst vegna rannsókna á
svæðinu (Tafla 1). Þrátt fyrir þetta þá er flestum
áhugamönnum um skógrækt næsta ókunnugt um
niðurstöðurnar, þar sem þær hafa að mestu leyti
birst í erlendum vísindaritum og þar með ekki náð
út fyrir þröngan hóp fagmanna. f þessu greinarkorni
er meiningin að gefa stutt sögulegt yfirlit yfir þá
vinnu sem fsienskir jafnt sem erlendir vísindamenn
hafa unnið þarna. f nokkrum greinum sem munu
fylgja í kjölfarið er ætlunin að taka fyrir áhugaverð-
ustu niðurstöðurnar og kynna lesendum Skógrækt-
arritsins.
Forsaga Tilraunaskógarins
Rekja má kveikjuna að stofnsetningu Tilrauna-
skógarins í Gunnarsholti til íslandsheimsóknar Alex-
anders (Sandy) Roþertson frá Forestry Canada árið
1983 og ferðar Sigurðar Blöndais, þáverandi skóg-
ræktarstjóra, til Kanada ári sfðar. Sandy hafði um
líkt leyti hafið mælingar á orkuflæði yfir víðiökrum á
Nýfundnalandi í samstarfi við prófessor Harry
McCaughey frá Queen's háskólanum í Kanada. Það
varð úr að sett var upp sambærilegt rannsóknaverk-
efni hér á landi, sem rekið var í samstarfi Mógilsár,
Landgræðslunnar, Rala, Queen's háskólans og For-
estry Canada. Samstarfsverkefnið hlaut nafnið
„Rannsóknirá umhverfisbreytingum og orkuflæði viðfram-
vindu asparskógar á berangri", en var í daglegu tali jafn-
an nefnt „Kanadaverkefnið". Segja má að aðalmarkmið
verkefnisins hafi verið tvöfalt; annars vegar að rann-
saka hvernig veðurfarsþættir og vatnshringrás
breyttust þegar skógur yxi upp á skóglausu landi og
hins vegar hvernig umhverfisþættir stjórna trjávexti
á svæðinu. Einnig var fylgst með því hvaða breyting-
ar yrðu á gróðurfari og smádýralífi f kjölfar skógrækt-
arinnar.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
67