Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 77

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 77
Helgi Hallgrínnsson Ýmsar tegundir trjáa hafa þann hæfileika að geta myndað dverg- vaxið form, sem allt er smærra í sniðum en venjulega formið og hefur auk þess sáralítinn ársvöxt. Alkunnugt er að birkið er víða dvergvaxið, svo og blæöspin hér á landi. Fágætt er hins vegar að reyniviður sé dvergvaxinn, en það kemur þó fyrir. Þetta örsmáa form af reyni hef ég kallað reynipísl eða píslreyni. Eðlilegt hefði verið að nefna það dvergreyni, en það nafn hefur þegar verið fest við tegundina Sorbus reducta, runnvaxna reyni- tegund, sem ræktuð er hér f görðum og verður varla hærri en 60-70 cm. Tegundin S. poteriifolia (lyngreynir) er þó ennþá minni, eða á hæð við lyng, og fer því að nálgast umrædda reynipfsl. Reynipíslin er vanalega með örgranna sprota, sem virðast vaxa af sömu rót, og spretta fá- einir saman eða nokkuð margir í breiðum sem geta verið upp f 2-3 fermetrar að stærð. Sprotarnir eru 1-5 mm að þvermáli, skiptast oft niður við rót og oft með dverggreinum efst, en annars lít- ið greinóttir og blöðin aðallega á sprotaendum. Hæðin er oftast 1. Reynipísl í lyngmó í fjallinu ofan við Úlfsstaði á Völlum, 10. júlí 1988. 10-20 cm, en getur verið niður f 5 cm og allt að 30 cm. Biöðin eru smá, oftast 4-7 cm löng með 4 eða 6 smáblaðapörum, en ann- ars svipuð og á venjulegum reyni. (Ávenjulegum reyni eru blöðin 10-15 cm löng og blað- pörin 4-7). Vex oftast í lyngmó- um, sem stundum eru með nokkru íblandi af lágvöxnu birkikjarri, allt að 250 m y.s. Virð- ist fágæt nema f útsveitum á Mið-Norðurlandi og Austurlandi. Hér verður nánar greint frá ein- stökum fundarstöðum píslreynis, sem mér er kunnugt um, af eigin reynslu, eða úr heimildum. Þá hafa þau Dóra jakobsdóttir, Reykjavík, og Hörður Kristinsson, Akureyri, gert mér þann greiða að leita uppi dvergvaxin eintök af reyniviði f plöntusöfnum Nátt- úrufræðistofnunar Islands í Reykjavfk og á Akureyri. 75 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.