Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 19

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 19
Girðingin Fyrsta verkefni féiagsins eftir kaupin var að girða landið. Land- 'ð liggur frá veginum að býlinu Helgadal að vestan, frá gilinu Katlagili að sunnan og að landa- mörkum Hraðastaða að norðan, nú er gróðrarstöðin Gróandi næsti nágranni Selsins þar. Þá nær landið upp á fjall f austri. Fram undan var því mikið verk- efni að girða allt ræktanlegt land. Sumarið 1950 var notað til að viða að sér girðingarefni og und- irbúa verkið. Næsta sumar voru fyrstu trjá- Plönturnar gróðursettar og kenn- ararnir byrjuðu að girða upp á fjallsbrúnir. Girðingarvinnan var miög erfið því að hlíðin er brött °g þvf ekki hægt að koma við neinu farartæki. Báru menn því mestallt efni á höndum eða baki. Einn hestur fékkst að láni og létti hann nokkuð verkið. Upphaflega var girðingin 8 gaddavírsstrengir festir á sterka aflstaura með 12 metra millibili samkvæmt ráð- leggingum jarðræktarráðunauta en á næstu árum á eftir var hún endurbætt mikið. Á hverju vori er gengið með girðingunni og hún lagfærð þvf að langoftast voru verulegar skemmdir á henni eftir vetur- inn. Vfða fór hún yfir gil, lautir og klettasyllur. Þar safnaðist oft snjór á veturna og voru sumir kaflar hennar oft ónýtir á vorin og þurfti þá að strengja heilu kaflana upp eða endur- nýja þá alveg. Upp úr 1970 var byrjað á að endurnýja girðinguna með girðingarneti og stóð það verk- efni yfir f næstu 5 ár og voru þá steypt niður járnrör með vissu millibili og auk þess grafnir niður sigsteinar sem stög voru fest í til að taka við strekkingu í tvær áttir og síðan netið strengt á milli og hafður gaddavfr efst og neðst. Aftur báru menn allt efni á herðum sér. Á þessari samantekt sést að mjög mikil vinna hefur verið lögð í að hafa landið girt. í þetta verkefni fór alltaf mik- il orka og fjármunir sem varð til þess að minni tími og fjár- magn var eftir til að sinna sjálfri skógræktinni. Unnið við girðingu hátt í fjallinu 1956. Sigsteini komið fyrir. Séð yfir Æsustaðafjall tii Faxaflóa. Ljósm: Sveinn Kristjánsson. Kom ég í Katlagil. Kveðandi lindaspil ymur þar af og til. Á það ég filýða vil. Sauðkindur sá ég tvær sunnarla fjalls í gær, upp komst að elta þœr ofar en furan grær. Æ, tpvísem ofar dró, örar mitt fijarta sló. Afgömul ærin þó inn milli trjánna smó. Gerði ég stuttan stans, stefndi að verndun lands, út rak þærsvo til sanns og sendi til andskotans. Ei þarfað efa það, ærin fékk svitabað. Helgadals fieim í filað fiélt síðan.-Nóg um það. Kennarar áttu mörg sporin upp og niður hlíðar fjallsins að elta kindur sem sífellt fundu leiðir í gegnum girðinguna þó að hún ætti að vera fjárheld. Oftar en ekki var hent gaman að öllu sam- an eins og meðfylgjandi kvittun með lyklum að Katlagili sýnir. Síðustu ár höfum við fylgst með því að gert er ráð fyrir að Stór-Reykjavfkursvæðið verði girt af svo að sauðfé sé ekki f lausa- göngu á þessu svæði og nú er komið sérstakt beitarhólf fyrir þennan landshluta en samt eru kindur á svæðinu frá bændum f nágrenninu. Við gerum okkur vonir um að ekki þurfi að endur- nýja girðinguna enn einu sinni, en víða er hún orðin mjög léleg. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.