Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 22

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 22
Það varð veruleg breyting á ár- angri fyrstu árin sem bakkaplönt- urnar voru notaðar, afföll voru miklu meiri til að byrja með. Landið sem notað var til gróður- setningar á þessum fyrstu árum bakkaplantna hafði verið nýtt til kartöfluræktar 20 árum áður og orðið mjög grasivaxið. Fyrstu Yrkjuplönturnar voru gróðursett- ar í þetta land að hausti, en það hafði aldrei verið gróðursett að hausti fyrr. Landið var undirbúið með því að nota „roundup" á svæðið og leit það mjög vel út þegar gróðursetning fór fram í september. Nú voru teknir í notk- un gróðursetningarstafir sem ekki höfðu verið notaðir áður í landi Katlagils. Næsta sumar tók gras- ið við sér aftur og færði plönturn- ar í kaf. Það var þvf ljóst að svona land þurfti að undirbúa á annan hátt, því að þessar litlu plöntur voru lengi að ná upp úr grasinu og of margar köfnuðu alveg. Mun betri árangur var í neðri brekkum fjallsins þar sem ekki var hætta á grasvexti þó að gróðursett væri með staf. Eftir þessa reynslu var gerð til- raun með að forgróðursetja í 1,5 lítra plastpoka og geyma þá í reit í Katlagili í eitt ár. Þessar plöntur voru síðan gróðursettar með skóflu og húsdýraáburði. Árangur af þessari gróðursetningu var mjög góður svo að á næstu árum voru forgróðursettar árlega 500- 1000 plöntur á þennan hátt. Nemendur skólans sáu um að setja plönturnar í poka og var það unnið á skólavellinum undir stjórn kennara og plönturnar síð- an fluttar í Katlagil. Fer nú öll gróðursetning fram með skóflu og lífrænum áburði eins og upphaflega hafði verið gert og gróðursetningarstafurinn lagður til hliðar. Árangur er greinilega miklu betri. í nokkur síðustu ár hefur verið gróðursett bæði að vori og á haustin. Allir bekkir fara með kennara sínum einn dag að vori í Katlagil þar sem fram fer skipu- lögð náttúrufræðsla og er einn þáttur í henni gróðursetning og einnig fá elstu nemendur að grisja skóginn, en það þykir þeim mjög spennandi verkefni. Á haustin fara nemendur einn 20 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.