Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 28
Olíuiðnaðurinn er mikilvægasti atvinnuvegur Alaska og stendur undir um 80%
allra útflutningstekna. Olían er unnin úr Prudhue-flóa, nyrst í fylkinu og síðan
dælt suður eftir til hafnarbæjarins Valdez. Olíuleiðslan (Trans-Alaska pipelinel
þará milli, erstundum kölluð lífæð Alaska. Mynd: )GP.
Landsiag Alaska er vfða stórbrotið. Hér sést
Matanuska-skriðjökullinn í samnefndum dal. Mynd: |GP.
Fjallaþöll við trjámörk í Girdwood. Það er áhugavert að sjá þessa tegund vaxa í
um 800 m hæð yfir sjó, hærra upp en aðrar tegundir á þessum slóðum. Mynd:
JGP.
FERÐIN 7. - 22. SEPTEMBER
2001
Haustið 2001 fór héðan frá ís-
landi 73 manna hópur skógrækt-
arfólks í kynnisferð til Alaska.
Ferðin var farin á vegum Skóg-
ræktarfélags íslands, sem í sam-
vinnu við Landssamtök skógaeig-
enda sá um undirbúning og
skipulagningu ferðarinnar. Ferða-
skrifstofan Heimsklúbbur Ing-
ólfs/Prima sá um að skipuleggja
ferðaþætti og annast öll hagnýt
atriði varðandi flug, siglingu,
gistingu og rútuferðir. Fararstjór-
ar voru Jón Geir Pétursson, Aðal-
steinn Sigurgeirsson og Sæ-
mundur Kr. Þorvaldsson.
Undirbúningur svona ferðalags
er mikill og hófst hann rúmu ári
áður. í Anchorage býr íslenskur
líffræðingur, Bjartmar Svein-
björnsson, prófessor í skógarvist-
fræði við Alaskaháskóla. Hann
tók strax afar vel í umleitanir okk-
ar í þá veru að skipuleggja ferð
um óþyggðir Alaska fyrir íslend-
inga. Honum til aðstoðar var
annar Islendingur í Alaska, Tumi
Traustason, sem var í framhalds-
námi í líffræði hjá Bjartmari en er
nú í doktorsnámi við Háskólann í
Fairbanks. Bjartmar skipulagði
ferðina og lagði upp ferðaáætl-
unina og tóku þeir síðan að sér
leiðsögn í ferðinni.
Má í raun skipta ferðaáætlun-
inni íþrjá hluta. Fyrsti hluti
hennar fólst í því að skoða meg-
inland og meginlandsskóga
Alaska. Ferðuðumst við inn fyrir
Chugachfjallgarðinn, inn Mat-
anuskadalinn og sem leið lá
norður skógi vaxnar freðmýrarnar
með olíuleiðslunni að Alaska-
fjallgarðinum. Honum fylgdum
við síðan tii vesturs, upp fyrir
skógarmörk og skoðuðum Denali
þjóðgarðinn, þar sem Mt.Denali
(sem einnig kallast Mt. McKinley
í höfuðið á 25. forseta Bandaríkj-
anna), hæsta fjall Norður Amer-
íku gnæfir 6 km yfir sjávarmáli.
Nafnið „Denali" merkir „hinn
26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003