Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 30
Við skoðuðum stórvaxnar alaskaaspir á Kenaiskaganum. Áhugavert er að sjá
hversu hrjúfan börk þær fá þegar þær eldast. Mynd: IGP.
Bjartmar Sveinbjörnsson prófessor skipulagði ferðina og var leiðsögumaður
hópsins. Hér er hann að útskýra gróður freðmýranna fyrir áhugasömum ferðafé-
lögum. Mynd: JGP.
Hluti hópsins framlengdi ferðina og sigldi með lystiskipinu Sea Princess suður
með strönd Alaska til Vancouver í Kanada. Hér sést skipið ferðbúið í höfninni í
Sevvard á Kenaiskaga.
Mynd: JGP.
fræsöfnunarferðir og árangur af
ræktun trjáa og runna frá þessum
fjarlægu slóðum sannast enn
betur eftir því sem árin líða. Allir
þekkja alaskaösp, alaskavíði,
stafafuru og sitkagrenið svo
nokkrar algengustu tegundirnar
séu nefndar. Einnig hefur orð-
spor fylkisins mikið aðdráttarafl,
með öllum sínum óbyggðum,
dýralffi og stórbrotinni náttúru.
ALASKA - STÆRSTA RÍKI
BANDARÍKJANNA
Allar stærðir eru yfirþyrmandi í
Alaska, enda er það stærsta rfki
Bandaríkjanna, 15 þús. ferkíló-
metrar að stærð eða svipað og
samanlögð stærð Englands,
Frakklands, Ítalíu og Spánar.
Liggur rfkið norður að íshafi,
vestur að Beringssundi og Kyrra-
hafi og á síðan landamæri við
Kanada í austri og suðri. Stund-
um hefur lögun Alaska verið rétti-
lega líkt við pönnu, þar sem
strandræman suður á móts við
Vancouver í Kanada myndar
pönnuskaftið: Miklir fjallgarðar
móta landslagið mjög og skipta
Alaska í nokkurskonar belti. Næst
ströndinni liggja Wrangell/St.Eli-
as-, Chugach- og Kenai- fjallgarð-
arnir. Norðar liggur Alaska- og
Aljúta-fjallgarðurinn og nyrst er
Brooks- fjallgarðurinn. Eldvirkni
og jarðskjálftavirkni er mikil í
suðurhluta Alaska; fjölmörg virk
eldfjöll er að finna á gosbelti sem
nær frá Aljútaeyjum um allan
Alaskaskaga.
Alaska var numið fyrir um 30-
40 þúsund árum þegar talið er að
fyrstu frumþyggjarnir hafi komið
um þáverandi landbrú yfir Ber-
ingssund frá Norðaustur- Asíu.
Við lok fsaldar, fyrir um 10 þús-
und árum, dreifðust þeir þaðan
um allt meginland Amerfku, allt
suður til syðsta odda Chile. Fjórir
meginhópar frumbyggja settust
hins vegar að í Alaska, At-
habaska- indíánar inn til landsins
upp með Yukon fljótinu, Aljútar á
28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003