Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 47

Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 47
látin bíða betri tfma. Allar tölu- legar upplýsingar um skóginn, sem hér er fjallað um, eiga því við þá 687 ha sem eru utan brunnsvæða og einkalóða. Skóginum er skipt upp í teiga eftir trjátegundum, þéttleika, hæð og öðrum mikilvægum þátt- um. Hver teigur er auðkenndur með bókstaf, sem segir til um hvaða reit hann tilheyrir og svo hlaupandi númeri. Þar sem voru margir litlir samskonar teigar í sama reit, var brugðið á það ráð að bæta við aukastaf, t.d. A3,0- A3,4. Með þessu móti náðist ákveðið hagræði í skráningu, auk þess sem deilinúmer bendir á að um samskonar skóg sé að ræða. (Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar: Ríkjandi trjátegundir voru skráðar sem tegund 1-3 og þekjuhlutfall milli þeirra metið . Ef tegundirnar voru fleiri en þrjár var þriðja tegund skráð sem ýmsar'teg- undir og þeirra getið í athugasemdum. Skógarþekja innan teigs var metin í pró- sentum. Skráð var hvort birki væri að finna íteigunum. Þvermái íbrjósthæð (D 1,3) °g grunnflötur var skráð þar sem skógur var orðinn það vaxinn að það átti við. Yfir- hæð og meðalhæð trjánna var skráð og metið hvort hæðardreifing væri mikil eða Iftil. Forgangsröðun grisjunar var skráð, bar sem ástæða þótti til. Forgangsröð 1 merkir að grisjun sé brýn. Forgangsröð 2 merkir að grisjun sé æskileg og forgangs- töð 3 að grisja þurfi innan 10 ára. Að síð- ustu voru ýmsar upplýsingar skráðar í at- hugasemdir. Flatarmál var síðan reiknað ut eftir að búið var að teikna teigana inn í tölvu.) Leitast var eftir því að hafa teigana sem stærsta en þó þannig að skráðar upplýsingar lýsi sem best eðli skógarins inn- an viðkomandi teigs. Alls urðu skógarteigarnir 450. Meðalflatar- mál teiga var um 1,5 ha, minnstu teigarnir voru 0,1 ha en sá stærsti var 31ha. Elsti skógarteigurinn er gróðursettur árið 1949 en sá yngsti árið 2002. Eldri teigarnir eru gjarnan minni en hektari að flatarmáli og oft hefur verið endurgróðursett í þá, iðulega með öðrum trjáteg- undum en upphaflega. Fjölmargir teigar eru ræktaðir af „Landnem- um" á Heiðmörk og skýrir það að hluta hversu margir þeir eru. Stóru teigarnir eiga það flestir sammerkt að vera gróðursettir um eða eftir 1980. Þeir eru nær eingöngu á landi sem var á upp- blásnum grágrýtissvæðum sem gjarnan voru grædd upp og síð- an gróðursett skógarplöntum þegar tímabært þótti. Við erfiðar aðstæður hefur stafafura verið aðaltegund, en þar sem lúpfna hefur náð að loka flögunum hafa víðitegundir, alaskaösp og birki verið gróðursettar með góðum árangri, hin síðari ár. Helstu trjátegundir Fjöldi trjátegunda mynda skóg- arsamfélag á Heiðmörk. Birki, sitkagreni og stafafura skera sig úr hvað útbreiðslu varðar. Á svæðum sem gróðursett hefur verið í, er birkið f þriðja sæti. Það er hins vegar langútbreiddasta trjátegundin þegar sjálfgræðslu- svæðum er bætt við (sjá myndir 6 og 7). Aðrar tegundir, sem kom- ast á blað í úttektinni, eru ýmsar tegundir víðis, rauðgreni, blá- greni, ýmsar grenitegundir (teg- unda og kvæmatilraunir), berg- fura, alaskaösp, skógarfura og lerki. í þessari samantekt er ekki gerður greinarmunur á evrópu-, rússa eða síberíulerki, en þær tvær fyrrnefndu virðast geta þrif- ist ágætlega á Heiðmörk. Dæmi er um að uppkomin síberfulerki- tré hafi drepist og sést það m.a. f Vífilsstaðahlíð, þar sem sjálfsáð sitkagreni hefur leyst það af hólmi. Þrif allra þessara trjátegunda voru með besta móti þegar kort- lagningin fór fram. Lítið bar á sjúkdómum og tegundir eins og bergfura og skógarfura lit.u vel út. Svo virðist sem bæði rauðgreni og skógarfura, sem áttu erfitt uppdráttar fyrstu áratugina, séu að rétta verulega úr kútnum. Með áburðargjöf mætti hressa þær enn frekar við. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.