Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 50

Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 50
Niðurstöður Mikill árangur hefur náðst í skógrækt og landbótum á þeim liðlega 50 árum sem liðin eru frá friðun Heiðmerkur. Kortlagning Heiðmerkur liggur nú fyrir á stafrænum grunni, sem auðvelt er að uppfæra og bæta inn nýjum upplýsingum, eftir því sem vilji stendur til. Má þar nefna nánari greiningu á gróðurfari og öðrum náttúrufarsupplýsingum. Æskilegt væri að afla frekari upplýsinga um viðarvöxt og við- armagn og eðli þess viðar sem kemur til með að falla til við grisjun á næstu árum. Einnig væri æskilegt að framkvæma tímamælingar. Þar sem aðstæður eru mjög breytilegar þarf að safna gögnum sem ná utan um sem flestar skógargerðir sem fyr- irhugað er að grisja. Með þessar upplýsingar í hendi er hægt að gera vandaða rekstraráætlun fyrir grisjun á Heiðmörk. Skógurinn er víða þéttari en æskilegt getur talist og mikið starf er fram undan við grisjun og umhirðu hans. Því fer þó fjarri að þetta sé óyfirstíganlegt verkefni. Mikilvægt er að grisjun sé unn- in af fagmennsku. Aðferðafræði, tækjabúnaður, vegakerfi, vel þjálfaður mannskapur og tfma- setning eru afgerandi þættir varðandi afköst og kostnað. Til að mæta kostnaði er nauð- synlegt að leita allra leiða til hag- kvæmrar nýtingar á þeim afurð- um sem til falla. Helstu tekjumöguleikar eru, i) sala á jólatrjám ii) sala á viðaraf- urðum, s.s. kurli, spírum og bol- um til flettingar í borðvið, iii) nýt- ing viðarins til uppbyggingar á útivistaraðstöðu. Lagt er til að sem mest verði höggvið af jólatrjám úr stafafuru- teigum, þannig að trjám sé fækk- að f u.þ.b. 1500 tré/ha áður en yf- irhæðin nær fjórum metrum. Með þessu má slá tvær flugur í einu höggi, því þetta gefur ágæt- ar tekjur um leið og það sparar framtíðar útgjöld og bætir einnig heilbrigði og ásýnd skógarins. Æskilegt er að bæta fleiri trjá- tegundum inn í stærri skógar- teiga sem samanstanda af einni tegund. Á það einkum við um stafafuru sem myndar vart gagn- við og er lakari yndisskógur en fjöltegunda skógur. Heiðmörk býr yfir miklum og vaxandi möguleikum sem útivist- arsvæði. Elstu skógarteigarnir eru liðlega hálfrar aldar gamlir og þeir hæstu rétt um 15 m háir. Birkikjarr og gróðurlendi er í mik- illi sókn og berja- og sveppaval eins og best gerist. Útbúin hafa verið fjölmörg rjóður með leiktækjum og útigrillum, auktjaldsvæðis og sparkvallar, göngu- reiðstíga og akvega. íbúar og gestir höfuðborgar- svæðisins alls, njóta útivistar í Heiðmörk á öllum árstímum og mikilvægi svæðisins vex í takt við fbúafjöldann og framþróun skóg- arins. Þakkarorð Greinarhöfundar vilja að lokum þakka þeim Þorvaldi S. Þorvalds- syni og Vigni Sveinssyni fyrir að hafa hleypt þessu verkefni af stokkunum. Þeim ásamt sam- starfsfólki okkar hjá Skógræktar- félagi íslands þökkum við marg- víslega aðstoð. Þá þökkum við stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur fyrir gagnlegar umræður um verkefn- ið. Ágúst H. Bjarnason og „lávarð- adeild" skógræktarmanna fá bestu þakkir fyrir veittar upplýs- ingar, m.a. um höfunda korts á mynd 1 og teikningar af Elliða- vatnsþænum. Jóhann Frímann Gunnarsson las yfir textann og færði margt til betri vegar. Skýringar I Fláki merkir hér „Polygon". II Sjá mynd 1. Kort frá 1941. III Hæsti verndarflokkur vatnsbóla Heimildir: 1 Hákon Bjarnason. Frá ferðum mínum sumarið 1935. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1936, bls. 8-9. 2 Stjórn Skógræktarfélags íslands. „Heiðmörk" Friðland Reykvíkinga ofan El- liðavatns. Ávarp til Reykvíkinga. Reykjavík 1941, Skógræktarfélag fslands. 3 Einar G. E. Sæmundsen. Heiðmörk. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1956, bls. 17-31. 4 Jónas Jónsson. Þættir úr sögu skógræktar og skógræktarfélaga. Skógarmál. Tileinkað Hákoni Bjarnasyni sjötugum. Reykjavík 1977. 48 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.