Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 59
hæsta talan af tólf í sitkagreni-
dálkinum.
Nú þykir okkur þessi meðal-
hæðarársvöxtur lítill. En þá
verður að minna á, að flestir
sitkagreniteigarnir, sem mældir
voru í könnuninni 1973-1976,
voru um eða innan við 20 ára
gamlir. Sitkagrenið fer fyrst að
spretta úr spori eftir það. Þannig
sýna mælingar á sitkagreni víða
um land - þær skipta orðið
hundruðum - á teigum, sem eru
40-50 ára gamlir, meðallengd ár-
sprota sfðustu 5 ár þetta 40-60
cm, og í einstaka tilfellum upp í
80 cm.
Ennfremur minni ég á, að
þessi skóggræðslukönnun var
gerð, þegar nýlokið var kulda-
skeiðinu á 7. áratugnum.
í „Landsúttekt" árið 2000 sýndi
sitkagreni í þessum teig:
* Yfirhæð tæpir 14 m.
* Meðalársvöxt 9 m3/ha, sem
er einhver hæsti á landinu.
l.mynd 24. sept. 1980. Hérsésthæð
trjánna mjög vel miðuð við Hauk Ragn-
arsson skógarvörð, sem stendur á lækj-
arbakkanum. Einnig sést vel, að öll
trén eru með kalinn toppsprota eftir
veturinn á undan, en orsök þess var
kalda sumarið og haustið 1979. Litur-
inn á trjánum er hins vegar mjög góður.
Nú mældist hæsta tréð 15 m
(gilt tré í jaðri neðst við lækinn).
Annað tré inni í lundinum neðst
var 14,60 m hátt.
Sitkagreni er gisið uppi á bökk-
unum beggja megin lækjarins,
þar sem jarðvegsskilyrði eru lak-
ari en í lækjargilinu, en er nú
samt f bærilegum vexti þar.
Að lokum vek ég athygli á því,
að í Skógræktarritinu 1992 er í
þætti mínum „Fyrr og nú" kafli
um Barmahlíð (bls. 115-116).
Nú birti ég fjórar myndir úr
þessum fræga sitkagreniteig.
Næstu þrjár myndir eru teknar
ofan úr gilinu undir sama sjónar-
horni.
2. mynd ertekin 24. september 1980.
4. mynd tók ég svo 18. ágúst 2002. Sæmundur Þorvaldsson stendur þar í
nokkurn veginn sömu sporum og Haukur á 1. og 2. mynd. Engum getur dulist,
að á þeim 22 árum, sem liðu á milli, hafa trén sprett rækilega úr spori.
3. mynd ertekin 30. júlí 1983 ofurlítið
ofar með læknum en 2. mynd, og þar
eru í forgrunni nokkur rauðgreni. Hér
sést greinilega, að sitkagrenið er aftur
komið með eðlilega toppsprota. En
það skemmtilegasta við þessa mynd er
það, að þar stendur við lundinn Jens
Guðmundsson á Reykhólum, sem frá
upphafi 1950 hafði verið formaður Skóg-
ræktarfélagsins Bjarkar í A-Barða-
strandarsýslu. Það má gera því skóna,
að hann hafi verið við að gróðursetja
þennan teig. Þegar ég var þarna þenn-
an dag ásamt Hauki Ragnarssyni og
Sveinþirni Dagfinnssyni ráðuneytis-
stjóra, var jens að grisja teiginn í fyrsta
sinn.
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2003
57