Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 64
20. mynd, tekin 9. júní 1980 f eldri hluta girðingarinnar.
Þetta er sitkagreni, sem líklega er gróðursett kringum
1955. Guðrún Einarsdóttir er Iengst t.v., síðan ungur
drengur og önnur hvor Ása eða Jóhanna t.h.
21. mynd er tekin 20. ágúst 2002 af elsta sitkagreninu í
eldri hlutanum, sami hópurtrjáa og á 20. mynd.
19. mynd, tekin 20. ágúst 2002, sýnir yngri hluta Guð-
mundarskógar. Sitkagreni, sem gengur þvert í gegnum
skóginn, er það, sem Iýst er hér neðst í dálkinum.
Tálknafjörður - Guðmundarskógur* á Sveins-
eyri
Ég kom í þennan skógarreit (of snemmt þá að
kalla hann skóg) 9. júní 1980 í fögru veðri í fylgd
hjónanna á Sellátrum, Davíðs Davíðssonar og Guð-
rúnar Einarsdóttur og tveggja áhugasamra kvenna
úr þorpinu, Ásu Jónsdóttur og Jóhönnu Guðmunds-
dóttur. Sú heimsókn líður mér seint úr minni.
Guðrún Einarsdóttir var þá formaður Skógræktarfé-
lags V-Barðastrandarsýslu.
Þarna hafði verið girt í tveimur áföngum svæði
neðst í hlíðinni ofan við eyrina, þar sem nú stendur
barnaskólinn og fþróttahúsið. Fyrri hlutinn var girt-
ur 1944, einn hektari. Þar var mest birki, „ágætt",
skrifaði ég í minnispunktum, „allt upp í 5 m hátt.
Var ekkert veðurbarið. Jaðarinn móti opnu hafi í
vestri alveg óskertur. Þetta birki elsta plöntunin.
Nokkur sitkagreni þar f. Kröftug, en hafa misst
toppa dálítið: Um 5 m há."
Seinni hlutinn girtur líklega nær 1970. Minnis-
punktarnir:..mikið af sitkagreni frá því um 1970.
Stór og samfelld plöntun. Algerlega óskemmt eftir
JkaldaJ sumarið f fyrra. Fer nú vel og eðlilega af
stað — sýnir engin merki um vindgnauð". Þetta
62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003