Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 66
Drengjaholt í Patreksfirði
Hákon Bjarnason minntist oft á
Drengjaholtsreitinn, sem dæmi
um, hvers sitkagreni væri megn-
ugt, jafnvel f steinurð eins og er
efst í reitnum.
Þarna vargirtur um 1 ha 1944
og gróðursettar tæplega 7 þús-
und plöntur 1946-1961. Aðaltrjá-
tegundirnar voru birki (2400) og
sitkagreni (1115). Greinilegt er,
að eitthvað hefir verið gróðursett
síðar.
í þessum skógarreit er meira af
birki en í hinum reitunum, sem
við sáum, hvort sem var f Barða-
strandar- eða ísafjarðarsýslum,
með einni undantekningu, sem
sýnt verður í næsta pistli. Setur
birkið verulegan svip á reitinn. f
birkiteigana er kominn sá jurta-
gróður, sem er vfða f náttúrlegum
birkiskógi, og er það sérdeilis
gleðilegt. Hér hefir birkið verið
grisjað töluvert, en auðvitað ekki
nógu mikið. Það er einkennandi
hjá áhugafólkinu í skógrækt - og
í sjálfu sér skiljanlegt - að það
grisjar alltaf of seint og of lítið.
Ljóskær tré, eins og birki og lerki
þurfa að hafa græna krónu á
helmingi stofnlengdar til þess að
vaxa af fullum þrótti, en greniteg-
undir á 70% bollengdar. Þetta er
einfaldur mælikvarði á styrkleika
grisjunar. Auk þess má minna á,
að nægileg grisjun á birki
snemma á æviskeiði trjánna (um
20 ára gömlum) er besta vörn
gegn skaða af snjóþyngslum.
Það er ómetanlegt að hafa slíka
birkiteiga í útivistarskógi, eins og
Drengjaholtsskógurinn er orðinn
fyrir bæjarbúa.
Umhirða er betri þarna en í
flestum reitunum, sem við heim-
sóttum, nema auðvitað í Guð-
mundarskógi, þar sem hún er líka
f góðu lagi.
25. mynd er af sitkagreni neðst í urð-
inni, sem minnst var á í upphafi.
26. mynd er úr hinum myndarlega
birkiskógi. Líklegast þykir mér, að
hann sé ættaður úr Bæjarstað.
64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003