Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 70
Ka n a d a ve rkef n i ð
Verkefninu var valinn staður f
Gunnarsholti árið 1988, en Land-
græðslan hefur ætíð reynst þvf
góður bakhjarl. Sumarið 1989 var
þar reist fullkomin sjálfvirk veður-
stöð á þökuskornu túni (63°5 l'N,
20°13’V, 78 m y. s.; 1. mynd). Vor-
ið 1990 voru u.þ.b. 145.000 for-
ræktaðar skógarplöntur af einum
alaskaasparklón (Iðunni) gróður-
settar í svæðið með 1 m millibili
(10.000 tré á hektara). Alls erþvf
Tilraunaskógurinn um 14,5 ha að
flatarmáli.3 Jón Gunnar Ottós-
son, Þorbergur Hjalti Jónsson og
Úlfur Óskarsson, þáverandi
starfsmenn Mógilsár, stjórnuðu
vali, framleiðslu efniviðar og
uppsetningu tilraunarinnar í byrj-
un. Asparklónninn Iðunn var val-
inn vegna svipaðra veðurfarsskil-
yrða á Rangárvöllum og á upp-
runastað hans t' óshólmum Kop-
arár (Copper River Delta) í
Alaska.20 Efniviði af Iðunni hafði
verið safnað í Alaskaferðinni árið
1963 og hann síðar verið gróður-
settur á Mógilsá (2. mynd).
1. mynd. Veðurstöðin íTilrauna-
skóginum í Gunnarsholti sumarið
1994. Þá voru aspirnar rétt að byrja
að vaxa úrgrasi, Mynd: BDS.
3. mynd. lan B. Strachan dokt-
orsnemi frá Queen’s háskólan-
um við rannsóknir í skúrnum
(höll sumarlandsins) við Til-
raunaskóginn í Gunnarsholti
sumarið 1996. lan er nú lektor
við McGiil háskólann í Montr-
eal, Kanada. MyndPBDS.
Að öðrum ólöstuðum, þá voru það einkum Halldór Þorgeirsson, þá
plöntulffeðlisfræðingur á Rala, og Ása L. Aradóttir, þá gróðurvistfræð-
ingur á Mógilsá, sem leiddu hinn fslenska hluta Kanadaverkefnisins
framan af með aðstoð ýmissa aðstoðarmanna. Kanadískur doktorsnemi
var einnig við rannsóknir á svæðinu á árabilinu 1993-1996 (3. mynd).
Hann vann aðallega við mælingar á orkuflæði og vatnshringrás svæðis-
ins. Á 4. mynd má sjá hvernig helstu verkþættir í Kanadaverkefninu hafa
verið framkvæmdir. Nánari útskýringar er einnig að finna í Töflu 2.
2. mynd. Höfundur stendur hér undir Iðunni, 32 ára gömlu móðurtré allra aspanna í Til-
raunaskóginum í Gunnarsholti. Myndin vartekin á Mógilsá í apríl 2000. Mynd: BDS.
68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003