Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 72
E
o 2
æ
i
1.
o.o
Kanadaverkefnið
a Sjálfvirk veðurstöð
b Vöktunarmælingar á trjávexti
cVöktunarmælingar á lauffleti
d Gróðurfarsrannsóknir
e Smádýrarannsóknir
fVatnshringrás og orkujöfnuður
Önnur rannsóknaverkefni
9 Köfnunarefnishringrás
b Jarðvegsupphitun
'Vaxtarstjórnun trjáa
1 Kolefnisjöfnuður
Gróðursetning Kal
Kal
J___i__i__i__I__,__L
_j____I________.____L
1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002
4. mynd. Efri myndin sýnir árlegar breytingar á hámarkshæð (brotin lína), með-
alhæð Iheil lína) og lágmarkshæð Ipunktalínal 100 aspartrjáa í Tilraunaskógin-
um í Gunnarsholti. Lóðrétt strik eru staðalfrávik fyrir meðalhæð, en þau sýna
innan hvaða hæðarbils 95% trjánna voru. Neðri myndin sýnir dreifingu mis-
munandi rannsóknaverkefna í tíma. Upphækkaðir stafir (a-j) vísa til nánari lýs-
ingar á verkefnunum í Töflu 2.
Önnur rannsóknaverkefni í
Tilraunaskóginum
Sú rannsóknaraðstaða sem
byggð var upp og þær grunnupp-
lýsingar sem safnað var f tengsl-
um við Kanadaverkefnið gerðu
það mjög fýsilegt að nýta svæðið
til frekari rannsókna. Árið 1993
hófust tvö samnorræn rann-
sóknaverkefni á svæðinu í sam-
starfi Rala og Mógilsár sem nýttu
þannig þá einstöku aðstöðu sem
þarna stóð til boða (4. mynd,
Tafla 2). Þá bættust Hólmfríður
Sigurðardóttir jarðvegslíffræðing-
ur og Friðrik Pálmason plöntulíf-
eðlisfræðingur í hóp þeirra ís-
lensku vísindamanna sem mest
sinntu svæðinu. Þau komu eink-
um að hinu norræna niturverk-
efni (NORN) þar sem köfnunar-
efnishringrás vistkerfisins var
rannsökuð 14 '5, Höfundur þessar-
ar greinar kom einnig til starfa á
þessum árum, fyrst sem aðstoð-
armaður en sfðar sem doktors-
nemi í hinu norræna verkefninu
sem snerist um rannsóknir á
áhrifum umhverfisþátta á kolefn-
isjöfnuð og vaxtarstjórn trjáa.
Það verkefni var unnið samtímis
á öllum Norðurlöndunum, en
mismunandi trjátegundir voru
notaðartil rannsóknanna (5.
mynd).
Árið 1996 hóf Rala beinar mæl-
ingar á kolefnisjöfnuði svæðisins
með nýlegri tækni, svokallari iðu-
fylgniaðferð (e: eddy covariance
technique), innan Evrópuverkefn-
isins EUROFLUX (6. mynd). En í
því verkefni voru gerðar slíkar
mælingar samtímis í yfir 16 skóg-
um vfðs vegar um Evrópu og birt-
ist grein um niðurstöðurnar f því
fornfræga vísindariti Nature. 16
Iðufylgniaðferðin mælir samtímis
lofthreyfingar yfir skóginum og
styrkleika lofttegundarinnar
koldíoxfðs í andrúmsloftinu. Með
því að mæla nógu ört (10 sinnum
á sekúndu) yfir heilt ár er hægt
að fá nákvæmt mat á kolefnis-
bindingu vistkerfisins. Þessu
verkefni var stýrt af Halldóri Þor-
geirssyni og Jón Guðmundsson,
Rala, starfaði einnig við það.
70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003