Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 74
6. mynd. Kort sem sýnir mælistöðvar norræna rannsóknaverkefnis-
ins um áhrif frjósemi, lofthita og hækkandi styrks koldíoxíðs á vöxt
helstu trjátegunda Norðurlanda: rauðgreni (Svíþjóðl, skógarfuru
(Finnland og Noregur), beyki (Danmörkl og alaskaösp (ísland)20
reyndust vera
með kalskemmd-
ir. Þegar tré ná
þeirri hæð að
þau eru komin
upp úr mesta
frostlaginu þá
minnkar hættan
á skemmdum af
greinilega má sjá á 4. mynd
hvernig lágmarkshæð tók að
hækka upp úr 1998. Þetta sýnir
með öðrum orðum að undirmáls-
trén tóku að drepast eftir 1998,
þegar skuggun jókst við skógar-
botn.
Nú fullum tólf árum eftir gróð-
ursetningu er rfkjandi hæð í
Lifun og trjávöxtur á svæðinu
Lifun asparstiklinganna í þöku-
skornu túninu var vel viðunandi,
en um 16% afföll urðu fyrsta vet-
urinn eftir gróðursetningu og
voru gróðursettar nýjar plöntur
sumarið 1991 í stað þeirra sem
höfðu drepist. Afföll trjánna voru
aftur tekin út árið 1995 og reynd-
ust þá aðeins vera tæp 2% fyrir
svæðið í heild sem verður að telj-
ast mjög gott.7
Vöxtur aspanna gekk þó ekki
áfallalaust fyrir sig í byrjun og
hafa orðið þrjú slæm kalár frá
upphafi (4. mynd). Trén misstu
nær allan ársvöxt og rúmlega það
eftir veturinn 1992/1993 og náðu
því tæplega upp úr hálíngresinu
sem breiddist hratt út í byrjun
(sjá 1. mynd). Talsverðar úr-
töluraddir heyrðust því í upphafi
um væntanlegan árangur þessa
ævintýris. Síðan varð annar kal-
vetur 1994/1995, en þá misstu
trén einungis hluta af toppvexti
sínum. Síðasta kaláfallið kom
haustið 1997. Þá var vel staðfest
að um haustkal var að ræða, þar
sem toppsprotar, sem teknir voru
af trjánum f febrúar 1998 og
geymdir voru f kæli til vors,
völdum nætur-
frosta að hausti, og má því telja
slík áföll til bernskusjúkdóma í
skógrækt. Alvarlegra er ef tré lifna
of snemma eða hausta sig of
seint.
Þessi kaláföll höfðu mikil áhrif
á vaxtarlag aspanna sem margar
urðu tví- eða margstofna. Þess
vegna er mikilvægt að grisja
svæðið ekki of snemma, svo að
tryggt sé að trén „afræki" auka-
stofnana. Þegar samkeppni um
ljós eykst þá örvast toppvöxtur-
inn í meginstofninum, en jafn-
framt hægir á vexti hliðarstofna
ef þeir eru lægri. Ef grisjað er of
snemma munu trén haldast
margstofna.
Hægt er að
draga úr svona
vandamálum
með því að
klippa ung tré
árið eftir kalár
svo ein grein
myndi ráðandi
stofn. Sam-
keppnin um
ljós hófst ekki
að ráði fyrr en
eftir sjötta
vaxtarár7 og
7. mynd. Tækjabúnaður sem notaður var í EUROFLUX-verk-
efninu sem gerir kleift að mæla með beinum hætti kolefnis-
bindingu með skógrækt eða landgræðslu.
Mynd: BDS, júlí 1996 l6'21’23-24
skóginum orðin 3,9 m og hæstu
tré komin vel á fimmta metra, en
95% trjánna eru á hæðarbilinu
2,0-3,2 m (4. mynd). Þó að vöxt-
urinn sé langt frá því sem best
þekkist fyrir ösp hér á landi, þá er
árangurinn mun betri en flestir
hugðu í upphafi. Meðal árlegur
hæðarvöxtur síðustu fimm ára
var 33 cm (4. mynd). Ljóst er að
einhver umhverfisþáttur eða
þættir eru takmarkandi fyrir vöxt
alaskaaspar í Tilraunaskóginum.
Því er hann kjörinn vettvangur
rannsókna á vaxtarstjórn trjáa.
Meira verður fjallað um þau mál í
næstu greinum.
72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003