Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 75
Staðan í dag
Eftir að EUROFLUX verkefninu
lauk árið 1998 dró nokkuð úr
rannsóknum á svæðinu (4.
mynd). Jón Guðmundsson, Rala,
hefur þó séð um rekstur og við-
hald veðurstöðvarinnar og haldið
gögnum til haga. Þar fást ýtarleg-
ar upplýsingar um loft- og jarð-
vegshita, rakastig, úrkomu, vind-
átt og inngeislun (30-mfn. meðal-
töl). Ása L. Aradóttir og höfundur
hafa einnig haldið áfram þeim
vöktunarmælingum sem fram
hafa farið nær árlega frá árinu
1991. Svæðið býður því enn upp
á einstaklega góða rannsóknar-
aðstöðu og nú þegar skógurinn
hefur vaxið vel úr grasi þá verður
hægt að nota svæðið til að svara
nýjum rannsóknaspurningum,
t.d. á sviði skógarumhirðu. Stefnt
er að grisjun með kjarrsög innan
þriggja ára, en enn er það ekki
tímabært. Brýnt er að endurtaka
fljótlega gróðurfars- og smádýra-
mælingar til að fylgjast með
þeim breytingum sem verða á líf-
ríkinu f kjölfar skógræktar. Svæð-
ið hentar einkar vel fyrir margs-
konar námsverkefni og eru
áhugasamir hvattir til að setja sig
í samband við höfund þessarar
greinar.
Þakkir
Höfundur hefur hér reynt að
gefa mjög stutt sögulegt yfirlit
yfir störf leiðandi vísindamanna
við Tilraunaskóginn og hafa flest-
ir þeirra lesið yfir handrit greinar
þessarar og fært margt til betri
vegar. Ótaldir eru fjölmargir aðil-
ar sem hafa lagt fram ómælda
vinnu innan einstakra rannsókna-
verkefna á svæðinu og er þeim
öllum þakkað. Sérstakar þakkir
vill höfundur færa Barböru
Stanzeit, sem kveikti hugmyndina
að þessu verki með spurningum
sfnum úti í Ingólfshöfða.
8. mynd. laðarTilraunaskógarins í Gunnarsholti þann 2.
ágúst 2001. Myndin sýnireitt hæsta tré skógarins, sem
mældist 3,6 m á hæð. Mynd: BDS.
English summary
The Gunnarsholt Experimental Forest L history and literature review.
The Gunnarsholt Experimental Forest (63°51’N, 20°13'W, 78 m
a.s.l.) was established in 1990 for a Canadian-lcelandic study on
how microclimate, energy- and water-balances are affected when
treeless areas are converted into forest. For this, the site’s energy
balance, including shortwave- and net-radiation, latent-, sensible-
and soil-heat fluxes were studied during the establishment years,
as well as soil hydrology. Another goal was to study the secondary
succession of both flora and fauna after such a change in land
use. The site has attracted a number of research projects, inclu-
ding two Nordic projects concerned with the site’s nitrogen- and
carbon cycles and tree growth during the years 1993-1997, and an
European project (EUROFLUX) in which eddy covariance mea-
surements were conducted between 1996 and 1998. This has
resulted in the Gunnarsholt site’s becoming the most studied for-
est in lceland. The site still offers unique opportunities for future
research projects in Iceland.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
73