Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 78
2. Reynipísl í lyngi og birkik|arri undir Kerlingarfjalli í Njarðvík austur, 2. júlí 2002.
Greiniiega sést að plantan hefur aðeins vaxið fáeina mm á ári.
Suðurland
Grafningur (sveitin): Þar hefur
Ingimar Óskarsson safnað dverg-
vöxnum reyni „í birkikjarri" 22.
júlf 1951, og ereintakið geymt í
plöntusafni N. f. í Reykjavík. Það
er 15-20 cm á hæð og blöðin með
5-6 smáblaðapörum (Dóra Jak-
obsdóttir).
Vestfirðir
Gautsdalur, A. Barð.: Steindór
Steindórsson ritar í bók sinni
„Vestfirðir 1 - Gróður" (Rv. 1946,
bls. 41): „f Gautsdal fann ég reyni
á einum stað í lyngbrekku, uxu
þar nokkrir teinungar 15-20 cm
háir."
Eintök Steindórs frá þessum
stað eru geymd í plöntusafni N. í.
á Akureyri, safnað 18. júlí 1943. Á
merkimiðann er ritað: „í snjó-
dæld, fárra cm hár runni". Eintök-
in eru um 13 cm á hæð, með 3-7
cm blöðum. Reynir er algengur á
Vestfjörðum og Steindór fór þar
víða um, en virðist ekki hafa
fundið hann dvergvaxinn annars-
staðar.
Norðurland
Fljót í Skagafirði: Dvergvaxinn
reynir hefur fundist þar á
nokkrum stöðum, m.a. á Akraási í
landi Barðs f Vestur-Fljótum
(Guðbrandur Magnússon 1988,
bls. 118) og í Þrætukinn á merkj-
um Depla og Lundar f Austur-
Fljótum (Guðmundur Sigurðsson
1965, bls. 48). Einnig getið hjá
Guðbrandi 1988. Sýni frá fyrri
staðnum eru í plöntusöfnum
Náttúrufræðistofnunar fslands á
Akureyri og í Reykjavík, safnað af
Guðbrandi. Sýnið á Akureyri óx
„innan um lyng í lyngbrekku"
(sprotinn um 10 cm, blöðin 4-7
cm). Sýni úr Þrætukinn er í
plöntusafni Varmahlíðarskóla,
Skagafirði, safnað af Guðmundi.
Ennfremur er f Akureyrarsafni
sýni af dvergvöxnum reyni af
„Hjöllum ofan við bæinn Hraun í
Fljótum, innanum lyng", sem
Guðbrandur hefur safnað 1. ágúst
1950. Sprotarnir eru 10-12 cm og
1-3 mm sverir; blöðin 7-9 cm,
með gisnum smáblöðum. Hefur
líklega vaxið f háu lyngi.
Hólsdalur, Siglufjörður: „Fund-
inn á einum stað í vestanverðum
Hólsdal. Vex þar innan um lyng
og er dvergvaxinn." (Guðbrandur
Magnússon 1964, bls. 58). Eintak
er geymt f plöntusafni N.f. á Ak-
ureyri, safnað 1959 af Guðbrandi.
Þetta er kröftugasta eintakið af
píslreyni f Akureyrarsafni; sprotar
allt að 20 cm á lengd, og 0,5 cm í
þvermál, nokkuð greinóttir neðst;
blöðin 5-9 cm.
Klængshóll í Svarfaðardal:
Reynisýni í plöntusafni N. í. f
Reykjavfk, safnað af Ingimar Ósk-
arssyni 29. júlí 1913 „f lyngkinn"
tilheyrir líklega þessu staðbrigði.
Kötluháls, Árskógsströnd:
Fyrstu kynni mín af píslreyni voru
þegar Jón Bjarnason í Hátúni á
Árskógsströnd sagðist hafa fund-
ið breiðu af ofurlitlum reyni í
lyngmóum á Kötluhálsi þar fyrir
ofan bæinn, og lýsti honum fyrir
mér. f fyrstu fannst mér þetta
ótrúlegt, en 9. ágúst 1969 fann ég
þetta reyniafbrigði sjálfur í lyng-
dæld við Kötluhól, á hálsinum
utan og ofan við Kálfskinn, í um
200 m h.y.s. og safnaði því og
myndaði það. Sýnið er í plöntu-
safni N.í. Akureyri. Þetta er
minnsta reynisýnið í Akureyrar-
safni, sprotar aðeins 5-7 cm, 1-2
mm f þvermál, og blöðin 3-6 cm.
Þarna óx hann á nokkurra fer-
metra svæði, f gisnum breiðum
innan um aðalbláberjalyng, og
myndaði ekki hærri sprota en svo
sem 10-15 cm. Ekki er vitað um
aðra fundarstaði reynis á Ár-
skógsströnd, og hvergi nær en í
Fornhagagili í Hörgárdal, nema í
görðum. Varla þarf þó að efa að
reynir hefur vaxið á Ströndinni
áður fyrr.
Austurland
Úlfsstaðir á Völlum á Héraði:
Ofan við „Kaldárdal" á Úlfsstöð-
um, f lyngmó við læk (nálægt
Ölvishömrum), innan og ofan við
Eyjólfsstaðaskóg, líklega í um
200-250 m h. y.s. rakst ég á mjög
lágvaxinn reyni 10. júlí 1988, og
tók mynd af honum. Samkvæmt
myndinni vex hann f lyngmó,
með bláberja- og aðalbláberja-
lyngi, blágresi og lágum
birkirunnum, og er á hæð við
lyngið, greinilega fremur smá-
blöðóttur.
Ketilsstaðir, Jökulsárhlíð:
Steindór Steindórsson hefur
safnað þar dvergvöxnum reyni 31.
76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003