Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 78

Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 78
2. Reynipísl í lyngi og birkik|arri undir Kerlingarfjalli í Njarðvík austur, 2. júlí 2002. Greiniiega sést að plantan hefur aðeins vaxið fáeina mm á ári. Suðurland Grafningur (sveitin): Þar hefur Ingimar Óskarsson safnað dverg- vöxnum reyni „í birkikjarri" 22. júlf 1951, og ereintakið geymt í plöntusafni N. f. í Reykjavík. Það er 15-20 cm á hæð og blöðin með 5-6 smáblaðapörum (Dóra Jak- obsdóttir). Vestfirðir Gautsdalur, A. Barð.: Steindór Steindórsson ritar í bók sinni „Vestfirðir 1 - Gróður" (Rv. 1946, bls. 41): „f Gautsdal fann ég reyni á einum stað í lyngbrekku, uxu þar nokkrir teinungar 15-20 cm háir." Eintök Steindórs frá þessum stað eru geymd í plöntusafni N. í. á Akureyri, safnað 18. júlí 1943. Á merkimiðann er ritað: „í snjó- dæld, fárra cm hár runni". Eintök- in eru um 13 cm á hæð, með 3-7 cm blöðum. Reynir er algengur á Vestfjörðum og Steindór fór þar víða um, en virðist ekki hafa fundið hann dvergvaxinn annars- staðar. Norðurland Fljót í Skagafirði: Dvergvaxinn reynir hefur fundist þar á nokkrum stöðum, m.a. á Akraási í landi Barðs f Vestur-Fljótum (Guðbrandur Magnússon 1988, bls. 118) og í Þrætukinn á merkj- um Depla og Lundar f Austur- Fljótum (Guðmundur Sigurðsson 1965, bls. 48). Einnig getið hjá Guðbrandi 1988. Sýni frá fyrri staðnum eru í plöntusöfnum Náttúrufræðistofnunar fslands á Akureyri og í Reykjavík, safnað af Guðbrandi. Sýnið á Akureyri óx „innan um lyng í lyngbrekku" (sprotinn um 10 cm, blöðin 4-7 cm). Sýni úr Þrætukinn er í plöntusafni Varmahlíðarskóla, Skagafirði, safnað af Guðmundi. Ennfremur er f Akureyrarsafni sýni af dvergvöxnum reyni af „Hjöllum ofan við bæinn Hraun í Fljótum, innanum lyng", sem Guðbrandur hefur safnað 1. ágúst 1950. Sprotarnir eru 10-12 cm og 1-3 mm sverir; blöðin 7-9 cm, með gisnum smáblöðum. Hefur líklega vaxið f háu lyngi. Hólsdalur, Siglufjörður: „Fund- inn á einum stað í vestanverðum Hólsdal. Vex þar innan um lyng og er dvergvaxinn." (Guðbrandur Magnússon 1964, bls. 58). Eintak er geymt f plöntusafni N.f. á Ak- ureyri, safnað 1959 af Guðbrandi. Þetta er kröftugasta eintakið af píslreyni f Akureyrarsafni; sprotar allt að 20 cm á lengd, og 0,5 cm í þvermál, nokkuð greinóttir neðst; blöðin 5-9 cm. Klængshóll í Svarfaðardal: Reynisýni í plöntusafni N. í. f Reykjavfk, safnað af Ingimar Ósk- arssyni 29. júlí 1913 „f lyngkinn" tilheyrir líklega þessu staðbrigði. Kötluháls, Árskógsströnd: Fyrstu kynni mín af píslreyni voru þegar Jón Bjarnason í Hátúni á Árskógsströnd sagðist hafa fund- ið breiðu af ofurlitlum reyni í lyngmóum á Kötluhálsi þar fyrir ofan bæinn, og lýsti honum fyrir mér. f fyrstu fannst mér þetta ótrúlegt, en 9. ágúst 1969 fann ég þetta reyniafbrigði sjálfur í lyng- dæld við Kötluhól, á hálsinum utan og ofan við Kálfskinn, í um 200 m h.y.s. og safnaði því og myndaði það. Sýnið er í plöntu- safni N.í. Akureyri. Þetta er minnsta reynisýnið í Akureyrar- safni, sprotar aðeins 5-7 cm, 1-2 mm f þvermál, og blöðin 3-6 cm. Þarna óx hann á nokkurra fer- metra svæði, f gisnum breiðum innan um aðalbláberjalyng, og myndaði ekki hærri sprota en svo sem 10-15 cm. Ekki er vitað um aðra fundarstaði reynis á Ár- skógsströnd, og hvergi nær en í Fornhagagili í Hörgárdal, nema í görðum. Varla þarf þó að efa að reynir hefur vaxið á Ströndinni áður fyrr. Austurland Úlfsstaðir á Völlum á Héraði: Ofan við „Kaldárdal" á Úlfsstöð- um, f lyngmó við læk (nálægt Ölvishömrum), innan og ofan við Eyjólfsstaðaskóg, líklega í um 200-250 m h. y.s. rakst ég á mjög lágvaxinn reyni 10. júlí 1988, og tók mynd af honum. Samkvæmt myndinni vex hann f lyngmó, með bláberja- og aðalbláberja- lyngi, blágresi og lágum birkirunnum, og er á hæð við lyngið, greinilega fremur smá- blöðóttur. Ketilsstaðir, Jökulsárhlíð: Steindór Steindórsson hefur safnað þar dvergvöxnum reyni 31. 76 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.