Skógræktarritið - 15.05.2003, Blaðsíða 84
Gróðurinn við bústaðinn
stutt á veg kominn 1956.
aflóga rústum breskra herbragga
á hlfðunum umhverfis vatnið. í
jarðhýsinu voru geymd matvæli
og kartöflur enda hitastig nokkuð
jafnt allt árið, 1-5°C. Vistirvoru
sóttar á Hælið og matseljur nest-
uðu Hörð brýnustu nauðsynjum,
mjólk, brauði, eggjum og kaffi.
Hann skrapp þó nær daglega á
Hælið til að fá a.m.k. einn stað-
góðan málsverð og endurnýja
mjólkur- og brauðbirgðir.
Árið 1952 reisti Hörður lítinn
bústað „fyrir austan vatn" eins og
staðurinn var almennt kallaður í
byrjun. Síðar nefndi Hörður stað-
inn að Bakka. Bústaðinn smfðaði
hann í einingum veturinn áður.
Hann flutti einingarnar á kanóin-
um yfir vatnið og bústaðurinn
reis á einni helgi með hjálp
góðra vina í Hjólbörudeildinni.
Þegar bústaðurinn var risinn var
hægt að byrja störf fyrr á vorin og
halda áfram langt fram á haust.
Eftir að Hörður loksins útskrifað-
ist af hælinu árið 1960 var bú-
staðurinn sumardvalarstaður
fjölskyldunnar og á sumrum var
Hörður að störfum nær öll kvöld
eftir vinnu og flestar helgar sum-
arsins var dvalið þar við skógrækt
og ræktun garðávaxta.
Frá byrjun voru ræktaðar kart-
öflur, gulrætur, radísur og fleiri
garðávextir innan skógræktargirð-
ingar og var það mikil búbót fyrir
„útilegukindurnar" Hörð og Dúnu.
Þá má ekki gleyma silungsveiði f
vatninu en á þessum árum höfðu
starfsmenn og sjúklingar Vífils-
staða einir leyfi til veiða í vatn-
inu. Hörður veiddi mikið af sil-
ungi, bæði bleikju og urriða, og
ógleymanlegar sælustundir voru
þegar nýveiddur silungur var soð-
inn í eigin vökva, vafinn inn f
álpappír, og meðlætið voru ný-
uppteknar kartöflur.
Fyrsti trjáreiturinn samanstóð
af nokkrum birkihríslum. Síðan
voru gróðursettar birkihríslur
með girðingunni allan hringinn
til að mynda skjól fyrir frekari
ræktun. Hörður ræktaði plöntur
af fræjum í vermireitum og fram-
leiddi því sjálfur megnið af þeim
plöntum sem gróðursettar voru i
trjáreitnum. Sett var upp vatns-
veitukerfi og vatni dælt með
bensíndrifinni vatnsdælu til vökv-
82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003