Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 85
unar plantna og í vermireitum.
Fræja var aflað vfða að, m.a. frá
Noregi, Síberfu og Alaska. í skóg'
ræktarstarfinu naut Hörður mik-
illar velvildar bæði Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur og Skógræktar
ríkisins en félögin útveguðu hon-
um fræ ýmissa plöntutegunda og
kvæma, innlendra sem erlendra.
Vöxtur í reitnum var afar hægur
fyrstu árin og áratugina, jarðveg-
urinn rýr mói. Mikið var notað af
kúaskít til áburðar bæði við gróð-
ursetningu og borið á eftir að
plöntur fóru að vaxa. Birkið í
skjólbeltinu umhverfis reitinn er
frekar kræklótt og hægvaxta. Þeg-
ar fram liðu stundir og skjól fór
að myndast var plantað ýmsum
tegundum í skógræktinni. Þar má
finna skógarfuru, fjallafuru, lerki,
elri, ösp og sjaldséðar tegundir,
s.s. fjallaþöll og blæösp.
Markvisst skógræktarstarf var
stundað óslitið frá 1940-1977.
Eftir það hefur ekki verið plantað
í reitinn en grisjað Iftillega af
og til. Engin stærri áföll hafa orð-
ið við ræktunina ef frá er talinn
skógarbruni sem varð vegna fikts
unglinga með eld árið 1972. Um-
merki þess eru þó löngu horfin.
Hörður var andvígur notkun eit-
urefna og notkun þeirra var því
sáralítil við ræktunina alla tíð.
Dúna lést árið 1995 og Hörður
árið 1977.
Það má segja að vöxturinn hafi
verið afar hægur framan af en eft-
ir fyrstu 40 árin hafi hann tekið
rækilega við sér og undanfarin ár
hefur verið mikill og góður vöxtur
í skóginum. Hæstu tré eru nú um
7-9 metrar, hæstar aspir og greni.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
83