Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 90

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 90
Útbreiðsla og kjörlendi Ertuyglan finnst um alla Evr- ópu allt til Miðjarðarhafs og raunar allt austurtil Japans. Hér á landi er hún talin að mestu bundin við sunnanvert landið. Til dæmis er Akureyri eini skráði fundarstaður hennar á Norður- landi.2 Grunur leikur þó á að út- breiðsla hennar sé mun meiri en formlegar skráningar gefa til kynna. Lítið er um heimildir um þetta fiðrildi frá fyrri tfð, en nær öruggt má telja að það sé hér gamall þegn.3 Fyrsti skráði fund- arstaður tegundarinnar hér á landi er f Reykjavfk árið 1857.4 Það var þýskur fiðrildafræðingur, Otto Staudinger, sem það gerði, en hann var sennilega fyrsti al- vöru fræðimaðurinn á þessu sviði sem hingað kom (Erling Ólafs- son, pers. uppl.). Eins og nafnið gefur til kynna þá kýs ertuyglan sér gjarnan jurtir af ertublómaætt til viðurværis, svo sem hið íslenska baunagras.2 Hún getur þó lagst á ýmsan ann- an gróður eins og engjarós, loka- sjóð, mýrasóley, súrur, víði og hrossanál.2 4'5 Ein er þó sú jurt sem ertuyglan kýs sér öðrum fremur, og teljast verður kjörlendi hennar á fslandi í dag. Það er alaskalúpínan, en vfst má telja að ertuyglan hafi notið góðs af mik- illi útbreiðslu alaskalúpfnu sfð- ustu áratugina og er þar komið dæmi um innlenda tegund sem nýtur góðs af innfluttri. LífsferiII yglunnar Fiðrildin eru á ferli f júní og fram f júlí2 og verpa þá á blöð ýmissa plantna sem lirfurnar lifa á, einkum á alaskalúpínu. Eggin klekjast á um 10 dögum 5. Lirfurnar skríða því úr eggi um eða eftir mitt sumar og nærast á blöðum hýsilplantnanna og ann- ars nálægs gróðurs. Þær verða fullvaxnar síðla hausts og leggj- 2. mynd. Ertuyglulirfur á alaskaösp, sitkagreni, blágreni, og birki í Hornafirði í ágústlok 2000. Myndir: LH. ast þá í dvala. Að vetrardvala loknum púpa þær sig og skríða sfðan úr púpunni fyripart sumars sem fiðrildi. Það eru mikil áraskipti að þvf hversu mikið er af ertuyglu, eins og þekkt er með fleiri ygluteg- undir. Þekktustu dæmi um slíkar stofnsveiflur eru tvímælalaust hin svokölluðu maðkaár grasygl- unnar. Skordýrafræðingurinn Geir Gfgja6 tók saman heimildir um öll maðkaár milli 1608 og 1958, og taldi 34 slík ár. Hann sýndi einnig fram á að slíkir faraldrar myndast aðeins ef aðstæður eru grasmaðkinum hagstæðar nokkur ár í röð, og að slíkur faraldur stendur sjaldnast lengur en eitt ár6. Þekktir skaðar af völdum ertuyglu Síðsumars 1991 varð mikill ertuyglufaraldur í Morsárdal í Skaftafelli, og sá mikið bæði á lúpínu sem þar vex og á öðrum tvíkímblaða jurtum á blettum í allt að 2 km fjarlægð frá næstu lúpínubreiðu. í júlílok 1993 eydd- ust nokkrir hektarar af land- græðslusvæðinu á Hólasandi vegna skordýrabeitar þar sem lúpína var að koma upp eftir sán- ingu með raðsáningarvél. Þar var að öllum lfkindum um ertuyglur að ræða, en lirfurnar bárust út á sandinn frá lítilli lúpínugirðingu sem var fast við landgræðslu- svæðið. Síðsumars 1995 var aftur mikið um ertuyglu í Skaftafells- sýslum og sá víða verulega á lúpínunni. 88 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.