Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 91
Það er þekkt að ertuyglan á það
til að leggjast á víði hérlendis2
og í Bretlandi er hún þekkt mein-
dýr á ungu lerki og selju.5 Það
var samt fyrst haustið 1998 sem
það spurðist að skemmdir hefðu
orðið af hennar völdum í skóg-
rækt hér. Það voru landnemar
Skógræktarfélags Reykjavíkur á
Fellsmörk undir Eyjafjöllum sem
veittu því þá athygli að skemmdir
höfðu orðið á trjám af ýmsum
tegundum af völdum ertuyglunn-
ar og sumarið eftir varð sama fyr-
irbæris aftur vart þar.
Enn meiri urðu þó skemmdirn-
ar í nýgróðursetningum á þremur
skógarjörðum í Hornafirði síð-
sumars 2000. Þar virtist ertuyglan
leggjast á allar trjátegundir sem
gróðursettar höfðu verið, og
sáust skemmdir á birki, stafafuru,
ösp, blágreni og sitkagreni (2.
mynd ). Á tveimur af stöðunum,
Meðalfelli og Klettabrekku, var
gróðursett f framræsta mýri sem
var plægð og þriðji staðurinn,
Stóralág, var vélflekkt þurrlendi
og engar lúpínugróðursetningar í
næsta nágrenni. Gróflega áætluð
heildarstærð gróðursetninganna
þar sem vart varð við ertuyglu var
á bilinu 30-40 hektarar. Gríðar-
Iegur fjöldi lirfa var á þessu
svæði og sáust skógarplöntur
með allt að 6 lirfum á sér.
Haustið 2001 urðu síðan miklar
skemmdir á 3 ára gróðursetningu
af sitkagreni, birki og alaskaösp á
Eystri Skógum undir Eyjafjöllum
(3. mynd). Þetta uppgötvaðist af
tilviljun þegar Markús heitinn
Runólfsson ætlaði að sýna einum
höfunda góðan árangur af gróð-
ursetningu með Markúsarplóg
beint inn í lúpínubreiður á svæð-
inu. Ekki var hægt að koma við
mælingum á þéttleika lirfanna,
en þarna var um sannkallaðan
faraldur að ræða eins og sést vel
á 3. mynd. Áður en Iirfurnar
89
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003