Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 104

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 104
MINNING Páll Guttormsson F. 25. maí 1913. • D. 17. nóvember 2002. Hann var alinn upp við skóg og helgaði skóginum líf sitt í námi og starfi. Skógurinn er hluti hinnar lifandi náttúru, og þannig átti gróðurríkið allt hug hans líka. Veðrið er stærsti áhrifavaldur gróðurríkisins, og atvikin höguðu því svo, að Páli gafst færi á að athuga þann þátt náttúrunnar sérstaklega langan tíma ævinnar. Páll fæddist á Hallormsstað. Foreldrar hans voru Guttormur Pálsson skógarvörður og Sigríður Guttorms- dóttir, sem lést 1930. Þau voru bræðrabörn. Páll var næstelstur fjögurra barna þeirra. Hann ólst upp í foreldrahúsum og vann á unglingsár- um algeng sveitastörf á búi foreldra sinna. En snemma fór hann einnig að vinna í gróðrarstöð Skógræktarinnar, sem faðir hans stjórnaði. Veturinn 1933-1934 sat hann íbændadeild Bænda- skólans á Hólum. Árið 1936 var hann við verklegt nám í skógrækt í Danmörku hjá kunnum skógareiganda, Muus að nafni, sem fleiri íslenskir skógræktarmenn störfuðu hjá, m.a. Hákon Bjarnason. Árið 1937 var hann á skógskólanum f Steinkjer f Inn- Þrændalögum, Noregi, og lauk þaðan prófi sem skóg- tæknifræðingur, fyrstur fslendinga. En þann skóla sóttu síðar margir íslenskir skógræktarmenn. Árin 1938-1939 var hann skógarvörður Skógræktar rík- isins á Vöglum í Fnjóskadal, en frá 1940 til vors 1974 verkstjóri í gróðrarstöðinni á Hallormsstað, að undan- teknum árunum 1956 og rúmum helmingi ársins 1957. Sumarið 1956 dvaldi hann í Tromsfylki f Noregi og kynnti sér störf skógræktarinnar þar. Frá vori 1974 til sjötugs 1983 vann hann ýmis störf við umhirðu í Hallormsstaðaskógi. Hann var formlega veðurathuganamaður Veðurstofu íslands á Hallormsstað 1954-1989, en hafði í raun skráð veðurathuganir frá því í febrúar 1941. Hér eignaðist hann áhugasvið - nátengt skógræktarstarfinu, eins og vikið var að í upphafi - sem hann rækti af sérstakri alúð, og áreiðanlega meiri en krafist var og venja var á veður- stöðvunum. Birtist þessi sérstaki áhugi hans í athuga- semdadálki veðurskýrslnanna. Samhliða veðurskýrslunum fylgdist hann með blómg- unartíma margra villtra jurta. Tvö rannsóknaverkefni vann hann í veðurfræði og plöntulífeðlisfræði, sem hér skal minnst á. Þannig var mál með vexti, að vorið 1959 voru settir upp fjórir veðurhjallar í hlíðina ofan við Hallormsstaða- bæ til þess að kanna mismun hita og úrkomu í mismun- andi hæð yfir sjávarmáli. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur og Haukur Ragnarsson skógfræðingur stóðu fyrir rannsókn á þessu, sem þeir gerðu grein fyrir í Ársriti Skóg- ræktarfélags íslands 1965. Páll Guttormsson tók að sér að lesa á mælana einu sinni á dag mánuðina júní til ágúst. Hæsti veðurhjallinn var í 350 m h.y.s. Var lesið á alla mæla og skráð í báðum leiðum. Þetta var, eins og menn sjá, drjúg fjallganga á miðjum degi. Þetta verk vann Páll í 3 mánuði daglega, og nefndi nafni hans Bergþórsson einhvers staðar, að hann hefði verið léttur f spori - enda var hann það jafnaðarlega. Þannig þurfti Páll að rffa sig frá verkstjórastarfinu í gróðrarstöðinni um háannatím- ann. Sams konar athugun var svo gerð hinum megin Fljótsins 1960. Þar vann Guttormur Þormar, náfrændi Páls Guttormssonar, sama verkið. Niðurstöður þessarar rannsóknar vörpuðu ljósi á veðurfarsleg atriði, sem menn höfðu aðeins óljósa hugmynd um áður. Annað rannsóknaverkefni tók Páll að sér fyrir Hauk Ragnarsson, forstöðumann Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá: Að fylgjast með og skrá laufgunarferil nokkurra trjátegunda og kvæma af þeim. Það var gert eftir þýsku skema, sem sundurliðaði þennan feril mjög nákvæm- lega. Páll vann þetta verk á annan áratug. Það veitti mjög verðmætar upplýsingar um hegðun viðkomandi trjáa að þessu leyti, og hafði mikla þýðingu sérstaklega varðandi innfluttu tegundirnar. Við þetta starf reyndi bæði á nákvæmni og þolinmæði í 3-4 vikur á vori. Mér þykir miður, að ekki var unnið úr þessum skýrslum á Rannsóknastöðinni á Mógilsá og þær birtar, eins og ég bað um á sínum tíma, meðan ég var fyrir sunnan. Þá vil ég geta þess, að meðan ég var skógarvörður, bað ég Pál um að skrifa kaflann um tíðarfarsyfirlit hvers árs í starfsskýrslu mfna til skógræktarstjóra. Þetta gerði hann af mikilli nákvæmni, og hélt því raunar áfram hjá eftir- mönnum mínum. 102 SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2003 Uppeldi trjáplantna í gróðrarstöð er mikið nákvæmnisverk, sem út- heimtir óskipta athygli og árvekni ræktandans, einkanlega á fyrsta stigi ræktunarinnar, meðan fræið er að spfra og næstu vikur á eftir. Ekki sfður fyrir daga gróðurhús- anna, þegar unnið var undir berum himni. Þessa eiginleika hafði Páll Guttormsson f rfkum mæli, og hefi ég vissu fyrir því, að marga vornótt- ina svaf hann slitrótt, einkum þegar veður voru válynd. Páll var vissulega sérstæður maður á ýmsa lund, en fas hans var höfðinglegt. Hann gat verið annars hugar, og leið þá stundum nokkur tími, að hann svaraði viðtalanda um tiltekið samtalsefni, en hafði í millitíðinni rætt um eitthvað ann- að. Að þessu hentum við vinir hans og samstarfsmenn oft gaman. En hann átti lfka sinn sérstæða húmor, og gat - ef því var að skipta - verið meinlegur í tilsvörum. Eig- inleiki, sem faðir hans átti f ríkum mæli. Vinfastur var hann og kurt- eis með afbrigðum. Frá því starfsmannahús reis í Mörkinni á Hallormsstað 1953, bjó Páll þar í tveimur litlum herbergj- um, en flutti svo um miðjan 8. ára- tuginn f Sólheima í innjaðri skógar- ins, sem Sigurður bróðir hans reisti sem nýbýli eftir miðjan 5. áratug- inn. Árið 1990 flutti hann íEgils- staði, þar sem hann hafði keypt íbúð f fjölbýlishúsi aldraðra. Páll Guttormsson var í annarri kynslóð íslenskra skógræktar- manna, sem höfðu aflað sér þekk- ingar erlendis og valið skógræktina að ævistarfi, ásamt Hákoni Bjarna- syni, Einari G.E. Sæmundsen, Garðari jónssyni og ísleifi Sumar- liðasyni. Þessar tvær kynslóðir ör- fárra einstaklinga ruddu brautina fyrir það ævintýri, sem skógræktin á íslandi er nú orðin. Sigurður Blöndal SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.