Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 16
VíSikmða. Enn er mikið starf fyrír höndum að klœða landið skógi.
þarna hefur orðið dálítið
kraftaverk.
Til Þingvalla liggur Ieið
flestra sem heimsækja fsland og
þá er Vinaskógur í leiðinni.
Þangað hafa m.a. komið
fjölmargir þjóðhöfðingjar og
gróðursett þar tré, margir þeirra
hafa komið færandi hendi. Ég
minnist þess er ég heimsótti
Finnland í fyrsta skipti í opinberri
heimsókn. Þá var ég spurð hvað
það væri sem ég óskaði mér
helst. Eg nefndi tré og þá gaf
Koivisto 100 hengibjarkir sem
settar voru niður upp við Fossá í
Hvalfirði en Kópavogur átti
afmæli einmitt um þær mundir.
Reyndar kom svo í ljós að
bjarkirnar voru teknar svo norðar-
lega eða við Rovaniemi að þær
kunnu ekki við sig í þessu
suðræna sjávarloftslagi okkar.
Þegar Finnar fréttu það, sendu
þeir lerkifræ. Það var mjög sér-
kennileg tilfinning að taka upp úr
traustum trékössum heilu sekk-
ina af lerkifræi, framtíðarskóga á
íslandi.
En aftur að Vinaskógi. Þar eru
m.a. að vaxa tré sem mér voru
gefin í tilefni af 60 ára afmæli
mínu. Svo má ég til með að bæta
því við, að öllum ungum vinum
mínum sem mér þykir mikið vænt
um og eru tengdir fjölskyldunni,
svona í bernskunni þegar þeir eru
að komast til vits og ára, býð ég
austur. Við setjumst f lyngbrekk-
una og horfum yfir skóginn.
Hafðu þar sess og sæti, segi ég
við þau og bendi þeim á þúfna-
kolla til að setjast á. Ég er að
kenna þeim að setja niður tré og
nota stóra viðburði f lífinu, trú-
lofun eða giftingu, til þess og
hvet þau til þess að sýna síðan
eigin börnum trén þegar þau
vaxa úr grasi. Kenna þeim að
skynja náttúruna.
Yrkjusjóðurinn
Það veltur f raun allt á styrk okkar
að koma hugmyndum og
jákvæðu hugarfari andspænis
náttúrunni inn hjá æskunni
þannig að hún heillist af því.
Þannig var að góðvinir mínir
gáfu út bókina Yrkju f tilefni 60
ára afmælis míns árið 1990.
Landsmönnum var gefinn kostur
á að gerast áskrifendur að þessari
bók og það kom inn gríðarlega
mikið fé því að hún var eftirsótt.
Svo er mér afhent þetta fé og ég
spurð hvað mig langi að gera við
það.
Þá dettur mér enn í hug þetta,
að eiga tréð og við svo búið gaf
ég æsku landsins sjóðinn og
tilgangurinn er að æskan gróður-
setji tré. Síðan hafa allirgrunn-
skólar landsins átt þess kost að
sækja íþennan sjóð. Nemendur
fara einu sinni á ári og læra að
gróðursetja og skynja gildi þess
að gróðursetja eigin tré. Þetta
hefur tekist og mér hefur fundist
14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005