Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 106

Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 106
MINNING Hólmfríður Pétursdóttir F. 17. júlí 1926. • D. 3. nóvember 2004. Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Þessar ljóðlínur urðu til eftir að Jónas Hallgrímsson fékk orðsendingu austur á Mývatnsöræfi um andlát vinar síns sr.Þorsteins Helgasonar. Jónas gerði þegar hlé á rannsóknum sínum á öræfunum til að vera við jarðarför vinar síns. Leiðin lá hjá stórbýlinu Reykjahlíð og um Laxárdal, þar sem hann sá skógi vaxnar hlíðar og Laxána liðast eftir dalnum fagra. í þessum sama dal fæddist stúlka sem síðar vildi sjá fagra dali fyllast skógi. Hún fæddist í Kast- hvammi 17.júif 1926. Foreldrar hennar voru Kristfn Þuríður Gfsiadóttir frá Presthvammi í Aðaldal og Pétur Jónsson frá Reykjahlíð f Mývatnssveit. Hálfum mánuði sfðar komu af tilviljun báðar ömmurnar og báðir afarnir í heimsókn til að sjá stúlkuna. Þá var í skyndi ákveðið að nota þetta einstaka tækifæri og skfra stúlkuna, ef prestur fengist til að koma, og það gekk eftir. Undirbúningur var þegar hafinn og veislumatur eldaður og þar kom að móðir barnsins stóð fyrir framan prestinn með stúlkuna f skírnarkjói. En Þuríði fannst eitthvað hafa gleymst. Það hafði ekkert verið rætt um hvað barnið ætti að heita. Þuríður bað nú bónda sinn að koma með sér afsíðis, en það tók ekki langa stund að finna nafnið. Hólmfríður skyldi hún heita eftir ömmu sinni. Þegar Hóimfrfður var tveggja ára urðu þær breytingar í Reykjahlíð, að Hannes, föðurbróðir Hólmfrfðar, flutti þaðan með fjölskyldu sína, en foreidrar Hólmfríðar fluttu með börn og bú í Reykjahlíð. Þar hafði nýlega verið byggt stórt steinhús með fjórum íbúðum og bjuggu 4 systkini þar nú. Heimilisfólk í húsinu öllu var nú um 30 manns. Skrúðgarður að franskri fyrirmynd og teiknaður af fagmanni er við húsið. Gerð garðsins var samvinna íbúa hússins. Hólmfríður taldi að garðurinn hafi verið stór hluti af bernsku hennar og þar hafi hún fengið áhugann á gróðri og ræktun. Bernskan leið við leik og störf, eins og gerist í sveitum landsins. Þá tók við unglingaskóli á Skútustöðum, Laugaskóii, gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri og nám í Húsmæðra- skólanum á Hverabökkum í Hveragerði. Mikili gestagangur var í Reykjahlíð og þar kom að byggð voru 2 hótel á jörðinni, Hótel Reykjahlíð og Hótel Reynihlfð. Hóimfríður giftist Sverri Tryggvasyni frá Víðikeri í Bárðardal árið 1949. Þau hjónin byggðu nýbýlið Víðihlíð úr landi Reykjahlfðar. Þeirra börn eru Héðinn, Sigrún, Kristín Þuríður og Gísli. Hólmfríður tók mikinn þátt í félagsmálum og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að félagsmálum. Skógræktarfélag Mývetninga var stofnað árið 1944. Á fyrstu árum félagsins var töluvert gróðursett af furu í Dimmuborgum þó þess sjáist lítil merki nú. Þessi gróðursetning fékk misjafna dóma og starf- semi félagsins lagðist fljótlega niður. Árið 1970 tók Hólmfríður þátt f að endurvekja félagið og var kosin formaður og starfaði í félaginu til dauðadags. Einnig var hún formaður Skógræktarfélags Suður- Þing- eyjarsýslu f 19 ár. Störf Hólmfríðar fyrir skógræktar- félögin eru ómetanleg. Árið 1970 var Kvenfélagi Mývetninga gefin land- spilda við Sandvatn og var Hólmfríður aðalhvata- maður að því að gróðursetja þar trjáplöntur, en hún starfaði í félaginu í hálfa öld. Árið 2000 plantaði hún trjáplöntur í reitinn, en þegar sækja átti plönturnar voru allir karlmenn svo önnum kafnir í vinnu að enginn fékkst til að sækja þær. Hólmfríður fór því sjálf f Vaglaskóg á bíl sfnum og fyllti hann af trjáplöntum. 104 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 Á bakaleiðinni vildi svo illa til að hún ók út af veginum við Másvatn og velti bílnum og fékk allar plönturnar yfir sig. Eftir á hló hún mikið þegar hún sá fyrir sér svipinn á vegfaranda, sem kom þar að, þar sem hún var að skríða út úr plöntuhrúgunni. Vel gekk að koma bílnum á réttan kjöl og plönturnar komust á leiðarenda óskemmdar, en Hólmfríður hafði brotið nögl á fingri við óhappið. Hún fór þó daginn eftir að gróðursetja plönturnar. Hólmfríður sat marga aðalfundi Skógræktarfélags íslands. Hafði hún við orð að fundirnir hefðu allir verið skemmtilegir, en söngurinn þó skemmtilegastur. Hún fór nokkrar skógræktarferðir til útlanda og skemmti sér konunglega. Hólmfríður var upphafsmaður og aðalhvatamaður að því, að menningarsjóður þingeyskra kvenna gæfi út bók með hugverkum kvenna búsettra í héraðinu. Hátt á annað hundrað kvenna skrifuðu í bókina, sem er mikið rit og hlaut titilinn „Djúpar rætur". Þar er eftirfarandi vísa eftir Hólmfríði, en hún var áhugamaður um uppgræðslu Hólasands. Eflaust verður langt í land að laufin hvísli íblænum. f hillingum sé ég Hólasand hulinn ískógi grænum. Hjörtur Tryggvason SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.