Skógræktarritið - 15.05.2005, Qupperneq 27
16
14
12
I 10
I »
I 6
n
Bækur/mann Leikhúsferðir
Bíóferðir
Skógarferðir
9. mynd: Arleg þátttaka íslendinga í nokkrum tegundum tómstundaiðju.
nokkrar spurningar sem gáfu
góðar vísbendingar varðandi
þessi atriði.
Spurt var: í hvaða tilgangi heim-
sækir þú skóga? Þessi spurning
var opin og öll svör skráð. Henni
var aðeins beint til þeirra sem
heimsótt höfðu skóg undanfarna
I2mánuði. Svör voru margs-
konar en til að einfalda úrvinnslu
var þeim skipað í eftirfarandi 6
flokka: l) útivist almennt, 2)
náttúruskoðun, 3) til heilsubótar
(bæði líkamlegrar og andlegrar),
4) ná sér í skógarafurðir (t.d.
sveppi, ber, skreytingarefni eða
jólatré), 5) vegna vinnu og 6)
annað (10. mynd). Munurinn á
fyrstu þrem flokkunum er e.t.v.
ekki mikill, einkum sá að svar-
endur f flokkum 2) og 3) skýrðu
nýtingu sína á skógum til úti-
vistar nánar en þeir f flokki l)
gerðu. Ekki var marktækur
munur milli samfélagshópa
varðandi þessi atriði.
Vegna skorts á skógarnýtingar-
hefðum hérlendis er áhugavert
að bera svör íslendinga saman
við sambærilega könnun í
grannríki til að sjá hvort nýting
almennings á skógum hafi þróast
öðruvísi hér en þar. Saman-
burður við Dani,12 þar sem hefðir
í skógarnytjum eru talsvert eldri
en hér, leiðir í ljós að áherslur
eru engu að síður svipaðar.
Danir tilgreina frekar að útivist
þeirra tengist náttúruskoðun og
meira er um að þeir nýti sér
uppskeru skóganna. Sennilega
eiga veiðar stærri þátt í Dan-
mörku en á íslandi. Athygli vekur
að hlutfallslega mun fleiri
íslendingar eiga Ieið f skóga
vegna vinnu sinnar en Danir.
Gæti það skýrst af því að Danir
eru 18 sinnum fleiri en íslend-
ingar en danskir skógar eru
aðeins þrefalt stærri að flatarmáli
en þeir íslensku. Á fslandi er því
mun meira skóglendi á mann en í
Danmörku.
Ástæða er til að gefa þeim hópi
fólks gaum sem kvaðst ekki hafa
heimsótt skóg á undanförnum 12
mánuðum. Fólk sem svaraði á
þann veg var sfðan spurt af
hverju það hafi ekki lagt leið sína
í skóg. Aðeins 16% þeirra (þ.e.
16% af 22% = 4% allra svarenda)
viðurkenndu að þeir hefðu ekki
áhuga á að koma í skóglendi eða
voru neikvæðir í garð skóga. Til
samanburðar, samkvæmt breskri
könnun, sögðu 32% þeirra sem
ekki höfðu heimsótt skóg nýlega
það vera vegna áhugaleysis.3 í
fslensku könnuninni nefndu 27%
tímaskort sem ástæðu fyrir að
hafa ekki komið í skóg nýverið.
Þau 57% sem eftir eru þá a.m.k.
hlutlausir f garð skóga, þjást ekki
sérstaklega af tímaskorti og eru
þvf mögulegir skógargestir.
Fróðlegt væri að skoða þennan
hóp nánar til að komast að því
hvort ekki sé hægt á einhvern
hátt að laða hann inn í skóginn.
Hvað er það við skóga sem gerir
þá aðlaðandi fyrir gesti? Starfs-
fólk í skógum fær oft að heyra að
skógurinn mætti vera betur hirtur
eða að það vanti hluti eins og
merkingar, bekki eða leiktæki fyrir
börn. En eru þetta viðhorf meiri-
hluta fólks? Spurt var: Getur þú
10. mynd: Skipting mismunandi ástæðna fyrirað heimsækja skóga.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
25