Skógræktarritið - 15.05.2005, Qupperneq 47
Sigurður Blöndal
Fyrr og nú
a
UtúáAitœJííím^ í £kaJjtajljelL
f vetur hefi ég flett allmikið árs-
skýrslum skógarvarðanna á
Hallormsstað, sem eru til allt frá
1912. Parna hefir rifjast upp fyrir
mér margvíslegur fróðleikur, sem
var fallinn í gleymsku. Koma mér
f hug í þessu sambandi orð, sem
Hákon Bjarnason skrifaði ein-
hvern tíma, að skýrslur skógar-
varða Skógræktar rfkisins væru
ómetanlegar heimildir um skóg-
ræktarstarfið á liðinni öld. Ég tek
undir þetta, og fullyrði, að þær
séu meðal hinna merkustu
heimilda.
f ársskýrslunni, sem ég skrif-
aði fyrir árið 1975, er eftirfarandi
klausa í kaflanum „Sitt af hverju":
„14.-16. maí. Ferð að Skafta-
felli í Öræfum með garðplöntur.
Leiðþeindi um gróðursetningu
þeirra á tjaldsvæðinu við nýju
ferðamannamiðstöðina".
Þessar plöntur voru birki og
viðja, sem voru gróðursettar í
skjólbelti á svæðinu. Hrafnkell
Thorlacius arkitekt, sem teiknaði
húsin, hafði einnig skipulagt
tjaldsvæðið og þar með
skjólbeltin þvert á flatirnar.
Allt svæðið var grófur
malaraur, sem gróðursetja þurfti
trjáplönturnar í. Ég hafði áður
sagt fyrir um, hvernig skyldi
staðið að verki:
Grafnar alldjúpar rásir f
aurinn með gröfu og fylltar með
skurðmold og búfjáráburði.
Bragi Þórarinsson, starfsmaður
Náttúruverndarráðs, stjórnaði
verkinu, en hafði með sér hóp
unglinga á vegum þjóðkirkjunnar.
Séra Ingólfur Guðmundsson var
með þennan hóp f Skaftafelli.
Gróðursett var ein skjólþelta-
þlokk á ári í 3 ár. Nær allar
plönturnar lifðu, eins og myndir
hér á eftir sýna glöggt.
Á árunum 1978-1984 var ég f
Náttúruverndarráði og var valinn
f svokallaða Skaftafellsnefnd,
sem mótaði starfsstefnuna þar
og hafði eins konar eftirlit með
starfinu í þjóðgarðinum f.h.
ráðsins. Kom ég þá reglulega
austur vor og haust ásamt Braga
Þórarinssyni, og hittumst við
nefndarmenn um leið. Nutum
við ógleymanlegrar gestrisni
Ragnars og Laufeyjar í Hæðum.
Jakob Guðlaugsson hafði á hendi
hirðingu tjaldsvæðisins, og ég
sagði honum fyrir um hirðingu
skjólbeltanna, m.a. klippingu
viðjunnar, sem myndaði
rammann utan um beltin.
Það var óneitanlega dálftið
kaldranalegt þarna á tjaldsvæð-
inu fyrstu árin, áður en beltin
fóru að skýla tjaldsvæðinu, að því
er mér fannst, sem miðaði við
Atlavfk. En ég fylgdist með þelt-
1.5. 1980
1. mynd. 01-05-80. Árni Reynisson framkvœmdastjóri Ndttúruverndarrdðs og Ragnar
Stefdnsson þfóðgarðsvörður ræða mdlin í einu af skjóibeilunum d tfafdsvæðinu.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
45