Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 56
Landeigendum er gert skylt að
hreinsa eigin heimalönd þó
engin kind sé á þeirra vegum. Slík
skipan má teljast eðlileg þar sem
þúfé er á öllum bæjum, en er
þungur baggi á þeim vaxandi
fjölda sem á jarðir í allt öðru
skyni en að halda sauðfé. Slík
almenn skylda var eðlileg við
aðstæður liðinna tíma í sveitum,
þegar búfé var á hverju býli og
sameiginlegt hagsmunamál allra
að koma búfé til réttra eigenda.
Sama má segja um fjallskila-
samþykktir, en aðstæður hafa
breyst mikið frá þeim tíma þegar
þær voru settar. Fjallskilagjöld
eru lögð á fé og jarðir til að
standa straum af nýtingu afrétta
til beitar. Vfða miðast gjald-
stofninn að hluta, jafnvel veru-
legu leyti, við verðmæti jarða,
húsa sem lands. Slík útfærsla
sætir vaxandi gagnrýni, og nauð-
synlegt er að fá úr þvf skorið
hvort hún er lögformlega rétt,
m.a. gagnvart fjárlausum jarð-
eigendum. f a.m.k. einu sveitar-
félagi hefur nú verið horfið frá því
að krefja gjaldið af öðrum en
þeim sem nýta viðkomandi afrétt
til beitar.
Meginregla íslensks réttar er að
ekki hvílir skylda á eiganda eða
umráðamanni búfjár að halda
fénaði sfnum í vörslu. Vilji
búfjárlausir landeigendur verja
sig ágangi þurfa þeir að ná sam-
komulagi við eigendur aðliggj-
andi jarða um uppsetningu
girðinga, jafnvel þótt þeir séu
einnig fjárlausir og ágangurinn
stafi frá þúum sem fjær eru.
Sem dæmi um það hve erfitt er
að verja land samkvæmt gildandi
réttarreglum má nefna að lög nr.
103/2002 um búfjárhald og fleira,
8. gr., heimila umráðamanni
lands að ákveða og tilkynna til
viðkomandi sveitarfélags „að
tiltekið og afmarkað landsvæði
sé friðað svæði og er þá um-
gangur og beit búfjár þar þönn-
uð". Sveitarstjórn skal augiýsa
Dæmi um fíárheldar girðingar íeigu opinberra aSila í landnámi Ingólfs. Grænu Knurnar sýna nýjar beitargirðingar sem teknar voru í notkun vorið
2005, en tpcer gulu beitargirðingar sem fyrír voru. Rauðu línurnar sýna hluta af þeim tugum kílómetra af girðingum íeigu opinberra aðila sem taka ma
upp þegar búið verður að banna lausagöngu búfjár með tilkomu beitarhólfanna.
54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005