Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 67
Þací er yfirleitt hlutverk kvenna að sœkja
eldivið, oft um langa leið. Því hefur
Grcenbeltishreyfing Maathai beitt sér fyrir
gróðursetningu trjáa ncerri heimilum þeirra
til að auðvelda aðgengi að eldivið. Þessi kona
sagðist til dæmis þurfa að ganga í um 4 klst.
til að sœkja 40 kg eldiviðarhlass tvisvar til
þrisvar í viku.
lögreglu og hún sett í tangelsi.
Hún fór hins vegar með sigur af
hólmi í báðum tilvikum og fram-
kvæmdirnar voru stöðvaðar.
Athygli umheimsins beindist
snemma að Maathai. Fyrir vikið
hefur hún í gegnum tíðina fengið
ótal viðurkenningar um allan
heim fyrir störf sín, bæði á sviði
umhverfismála og jafnréttis-
baráttu. f hnotskurn má segja að
henni hafi tekist að setja fram á
skýran hátt samhengi friðar og
sjálfbærrar nýtingar náttúru-
auðlinda. Þetta samhengi ætti
að vera okkur fslendingum
augljóst, þar sem einu „stríðin"
sem við höfum háð fyrir
sjálfstæði voru auðlindastríð,
þorskastríðin, þar sem við
deildum við nágrannaríki um
yfirráð náttúruauðlinda í hafinu
umhverfis landið. Þetta sam-
hengi hefur hins vegar ekki verið
alls staðar augljóst og með því
að veita Maathai verðlaunin vildi
Gróðursetning trjáa við heimili smábcendanna auðveldar þeim aðgengi að eldiviði og öðrum
trjáafurðum, auk þess sem það dregur úr ásókn í náltúruskógana. Plönturnar eru gjarnan aldar
upp í litlum plasthólkum eins og sjást á myndinni.
Nóbelsnefndin draga athygli
heimsbyggðarinnar að þessum
málum. Deilur varðandi aðgang
og nýtingu auðlinda jarðar eru
iðulega undirrót ófriðar og
hörmunga, bæði smárra og
stórra. I umsögn norsku Nóbels-
nefndarinnar kemur fram að
Maathai séu veitt verðlaunin fyrir
framlag hennartil sjálfbærrar
þróunar, lýðræðis og friðar.
Maathai hefur barist fyrir bcettri meðferð skóga í Austur-Afríku. Þeir vaxa iðulega á og x kringum
fjöllin a svæðinu. Þessi fallegi skógur er á Elgonfjalli x'Vestur-Kenýa.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
65