Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 85
holtasóleyjar að rótinni undan-
skilinni til lækninga. Einsogá
við margar aðrar lækningaplöntur
er best að safna plöntunni þegar
plantan er fersk og þar sem
holtasóley blómstrar í maf-júní
er best að safna henni fyrri hluta
sumars.
Nokkuð mismunandi er eftir
heimildum við hvaða kvillum eða
veikindum holtasóley hefur verið
notuð en svo virðist sem hún hafi
mest verið notuð við ýmsum
kvillum í meltingarvegi og þá
einkum við særindum í maga.
Hún er góð til að stilla hægðir og
óhóflega slímmyndun í melt-
ingarfærum. Hún er einnig notuð
við öðrum kvillum í slímhúð, t.d.
er te af holtasóley gott sem skol
við bólgum og sárum í tannholdi,
munni og hálsi. Hún er barkandi
og styrkjandi og örvar aðeins
meltingu. Hún er einnig talin
styrkja veikt hjarta. Heim-
alningum og kálfum var einnig
gefið rjúpnalaufste sennilega í
sama tilgangi.
Te af rjúpnalaufi og blóðbergi
var notað við kvefi. Við sama
kvilla var einnig ráð að anda að
sér reyk af hófsóley og rjúpna-
laufi og sjúga duft af þessum
tveimur tegundum upp í nefið.
Rjúpnalaufste var einnig notað
við gulu.
Rjúpnalauf var einnig notað f
grauta gerða úr þangi, sennilega
bæði til að bragðbæta grautinn
og bæta meltingu. Best þótti þó
að nýta sarpinn úr rjúpunni sem
gat verið fullur af rjúpnalaufi og
sjóða hann í þanggrautnum.
Rjúpnalauf var einnig þurrkað og
mulið og blandað saman við
reyktóbak til að drýgja það.
Þjóðarblóm
Eins og komið hefur fram hlaut
holtasóley flest atkvæði í skoð-
anakönnun um val á þjóðarblómi
fslands sem fór fram síðastliðið
haust. Holtasóley uppfyllirvel
þau skilyrði sett voru um
tilvonandi þjóðarblóm. Hún er
algeng um allt land, bæði á
hálendi og láglendi og setur víða
svip á gróðurfar þess svæðis þar
sem hún vex. Hún er með stór,
myndræn blóm og auðvelt er að
teikna bæði blóm og blöð. Þar
sem blöðin eru sfgræn er hún
einnig vel sýnileg að vetri.
Holtasóleyin er sérstök fyrir
norðlægar slóðir og útbreiðslu-
saga hennar og skyldra tegunda
er nokkuð vel þekkt. Hún er á
margan hátt bundin íslenskri
menningu með sérstaka nafngift
fyrir aldin, hárbrúða, og blöð,
rjúpnalauf. Þó að holtasóley
teljist vart til helstu Iækninga-
jurta hér á landi þá var hún samt
nýtt sem slfk. Hún á einnig rætur
í þjóðtrú (þjófarót) en þó helst í
gegnum rjúpuna og fálkann en
segja má að rjúpnalaufið sé tengt
þeim órjúfanlegum böndum.
Holtasóley sómir sér vel sem
þjóðarblóm fslendinga.
Helstu heimildir
Arnbjörg L. lóhannsdóttir 1992. fslenskar lækningajurtir. Söfnun þeirra, notkun
og áhrif. (slensk náttúra IV. Örn og Örlygur, Reykjavík. 240 bls.
Ágúst H. Bjarnason 1983. íslensk flóra með litmyndum Iðunn, Reykjavík. 352 bls.
Guðmundur Páll Ólafsson 2000. Hálendið í náttúru fslands. Mál og menning,
Reykjavík. 437 bls.
Hultén, E. & Fries, M. 1986. Atlas of North European vascular plants. Koeltz
Scientific Books, Königstein.
Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. íslensk
náttúra II. Örn og Örlygur, Reykjavfk. 306 bls.
jón Árnason. íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. 1. bindi. Oscar Brandstetter
ljósprentaði eftir frumútgáfu 1862, Leipzig 1930. 666 bls.
Jónas lónasson frá Hrafnagili 1945. fslenskir þjóðhættir 2. útg. lónas og Halldór
Rafnar, Reykjavík. 502 bls.
Lilja Karlsdóttir 2004. Blómgun, fræframleiðsla og fjölgun holtasóleyjar og
Ijónslappa. Ritgerð til meistaraprófs við Lfffræðiskor Háskóla íslands.
Morgan, D.R., Soltis, D.E. & Robertson, K.R. 1994. Systematic and evolutionary
implication of rbcL sequence variation in Rosaceae. American lournal of Botany,
81:890-903.
Philipps, M. & Siegismund, H.R. 2003. What can morphology and isozymes tell
us about the history of the Dryas integrifolia-octopetala complex? American
lournal of Botany, 12:2231-2242.
Rit Björns Halldórssonar frá Sauðlauksdal. Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon
bjuggu til prentunar. Búnaðarfélag fslands, Reykjavík 1983. 497 bls.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
83