Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 73
Skögræktarfélag
Akraness e)fi,
Stefán Teitsson
Félagar úr Skógræktarfélagi Akra-
ness og nokkrir bæjarfulltrúar
komu saman í bæjarþingsalnum
mánudaginn 18. nóvember til að
minnast þess að 60 ár eru liðin
frá stofnun félagsins. Stofnfundur
Skógræktarfélagsins var haldinn
18. nóvember 1942, á hann
mættu 30-40 manns auktveggja
gesta, þeirra Hákonar
Bjarnasonar skógræktarstjóra og
Gísla Þorkelssonar efnafræðings
sem var mikill áhugamaður um
skógrækt.
Fyrsti formaður Skógræktar-
félagsins var Arnljótur Guð-
mundsson sem var einnig fyrsti
bæjarstjóri á Akranesi, en
Akranes fékk þetta sama ár
kaupstaðarréttindi sín.
Það má teljast nokkuð merki-
legt hvað áhugi var mikill á
þessum málum hér í upphafi, því
ekki var svo mikið um trjágróður
hér í görðum til þess að sýna
hvað hægt væri að gera í trjárækt.
Reyndar voru örfá tré hér f görð-
um, sem háðu harða baráttu í
skjóllitlu umhverfi. Á þessum
árum var lítið plöntuúrval, aðal-
lega var hægt að fá birki og reyni.
Það mun hafa verið vorið 1944 að
Skógræktarfélagið fékk land-
spildu innan við túnið í Görðum,
þetta vor var þyrjað að gróður-
setja nokkrar birki- og víðiplöntur
á skurðbakka sem liggur inn með
veginum í Garðaflóa. Ekki voru
áfangarnir stórir hvert árið, en þó
sannaði þessi byrjun að flestar
plönturnar lifðu og vöxtur þeirra
var eftir vonum. Það var ekki fyrr
en upp úr 1950 að fyrstu greni-
plönturnar voru gróðursettar í
svæðið, í skjóli við þær plöntur
sem þegarvoru komnar.
Þarna voru frumkvöðlar að
verki, sem ekki misstu móðinn
1. mynd. Frá Garðalundi en þar hófst ræktun 1944. Þa' voru fyrstu víSiplönturnar settar niður.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
—