Skógræktarritið - 15.05.2005, Qupperneq 55
lögfestu hins", þ.e. hann skal
halda búpeningnum eins fjarri
granna sínum og unnt er. „Nú
hafa fleiri menn lögfest, þá skal
hann láta reka f miðjan haga um
aptna. Hann skal hafa rekit fé sitt
ór haga hins þá er sól er í austri
miðju, þat er hann mátti finna.
Þat heita hirðis rismál. Hann skal
láta sitja at um dag...", þ.e. féð
skal vaktað að deginum til að
halda því f eins tryggri vörslu og
unnt er, og þvf smalað til baka
sem leita kann inn á land
grannans. Um bótaskylduna segir
að „þá bæti fyrir skaða ... þeim er
gras á".
Fyrstu aldir íslandsbyggðar var fé
haft einkum til ullar, enda
vaðmál verðmætasta verslunar-
vara fslendinga. Fénu mun í
upphafi einkum hafa verið beitt
ofan skógarmarka, svo sem fram
kemur í Egilssögu, þannig að
minna hefur reynt á ágang en
ella. Miklir garðar, sem finna má
vfða um land, bera þess þó vitni
hve mikið menn lögðu á sig til að
verja land, enda „garður granna
sættir".
Öldum saman voru ær mjólkaðar
og því fylgdi mikil varsla. Þá
takmarkaðist lausagangan að
mestu við það geldfé sem var að
jafnaði rekið á fjall. Á vetrum var
grannt fylgst með fénu. Lengst af
virðist engum manni hafa dottið í
hug að beita á land annarra
(Sigurður Arnarson 2002). Fé fór
að fjölga mikið á síðari hluta 19.
aldar, meðan sauðasalan til
Bretlands var ein af megintekju-
lindum íslendinga. Þá virðast hin
fornu ákvæði fara að gleymast,
og virðing eigenda búfjár fyrir
annarra manna landi að minnka.
Það er þó ekki fyrr en fer að draga
úr fráfærum í kringum heims-
styrjöldina fyrri, en þó einkum
eftir að fénu fór hvað mest að
fjölga upp úr miðri síðustu öld
að hinar fornu hefðir og lög um
vörslu búfjár fóru að bregðast
fyrir alvöru.
Núgildandi lög um vörsiu búfjár
Vart er ofsagt að dregið hafi úr
þeirri skipan sem fyrri lög settu
um að eigandi búfjár eða
umráðamaður héldi því í vörslu.
Vfðast hvar hefur búféð, í seinni
tfð einkum sauðfé, mikið svigrúm
til að ráða sjálft hvar það gengur,
óháð umráðarétti eigenda bú-
fjárins yfir því landi þar sem það
gengur. Þessi skipan er reyndar í
megindráttum staðfest í lögum um
afréttarmálefni, fjallskil o.fl., nr. 6 frá
1986 (sfðast breytt 1997), og
lögum um búfjárhald o.fl. nr. 103 frá
2002 (sjá nánar Ketil Sigurjóns-
son 1999).
Graðpening er að vfsu skylt að
hafa í vörslu, sem er vafalaust
fyrst og fremst til verndar búfjár-
rækt bænda og annarra búfjár-
eigenda. Lengra nær hin al-
menna vörsluskylda ekki, og í
raun má segja að í löndum
hinnar „vestrænu menningar" er
sennilega einsdæmi að búfjár-
lausum umráðahöfum lands sé
gert jafn erfitt að verja sfn lönd
ágangi og raun ber hér vitni.
Rafgirðingar eru hentugar til vörslu búfjár. En ætti að þurfa girðingar á auðnum miðhálendisins?
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
53