Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 90

Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 90
Sveinn Skorri Höskuldsson átti sín uppvaxtarár á Vatnshorni en þangað kom hann 3 ára gamall árið 1933.7 Hefur hann skrifað Iifandi frásagnir um heima- hagana í Skorradal. í Árbók Ferðafélags íslands árið 1977 skrifar hann grein um „Vatnið og skóginn". Þar má finna eftir- farandi á bls. 179:7 „Fyrir þvíhefég allgóðar heimildir að þegar langafi minn, Björn Eyvindsson, fluttist að Vatnshorni um miðja 19. öld hafi skógurinn verið orðinn mjög rýrog illa farinn afmiklu höggi til kolagerðar. Á mínum uppvaxtarárum hafði hann náð sér og var þá, og er að ég hygg enn, stórvaxnast skógarsvceði í Skorradal". f einhver ár eftir að Vatnshorn fór í eyði 1961 var landið leigt til beitar fyrir sauðfé og hross sem gengu f skóginum. Fram á síð- ustu ár hefur sauðfé gengið í skóginum að sumarlagi en hann var ekki afgirtur frá afréttarlandi í Hálsinum fyrir ofan. Beitin hefur þó farið minnkandi með fækkun sauðfjár f högum. Árið 2003 var girt stórt svæði sunnan við Skorradalsvatn af sveitarfélögum og eigendum jarða á svæðinu. Vatnshornsskógur er innan hennar og er þvf nú friðaður fyrir beit (Ágúst Árnason, munnlegar upplýsingar). Að tillögu Skóg- ræktar ríkisins var ákveðið að ganga lengra í friðun skógarins og er hann eitt þeirra svæða landsins sem fór inn á Náttúru- verndaráætlun fyrir árin 2004 - 2008.8 Skógurinn var meðal 14 svæða á landinu sem umhverfis- ráðherra lagði síðan til að yrðu friðlýst samkvæmt þingsálykt- unartillögu um Náttúruverndar- áætlun 2004 - 2008 sem lögð var fyrir og samþykkt af alþingi árið 2004, en skógurinn er eina svæðið sem lagt er til að friðað verði vegna sérstæðs gróðurfars. Leynist fleira í skóginum? f grein f Ársriti Skógræktar- félagsins árið 1998 fjallaði Hörður Kristinsson3 ítarlega um fléttur í skógum landsins og birti myndir af helstu tegundum sem vaxa á trjám. Er þeim sem áhuga hafa á að kynna sér fléttuflóru skóganna bent á að taka fram þessa grein Harðar. Þar og í eldri skrifum er greint frá gömlum birkiskógum í inndöium f Austur- Skaftafellssýslu með merkilega flóru af ásætufléttum. Þar hafa fundist, fyrir ekki svo Iöngu síðan, nokkrar tegundir fléttna sem hafa ekki fundist annars staðar á landinu. Skógar þessir höfðu til skamms tfma lítið verið kannaðir. Líklegt er að þarna sé um að ræða leifar af fléttuflóru sem fyrrum hefur verið útbreiddari en að hún hafi hörfað með eyðingu birkiskóganna. Vaxtarskilyrði fyrir þessar fléttur eru mjög góð í inndölum þar sem raks úthafs- loftslags gætir. Búa flétturnar því við kjöraðstæður inn til dala á Suðausturlandi þar sem raki er nægur og skýlla en út við strönd- ina.3-5 Þótt ekki sé jafn úrkomu- samt í Skorradal og á Suðaustur- landi, er mögulegt að í Vatns- hornsskógi sé að finna leifar af birki með gamalli fléttuflóru sem fyrrum var útbreiddari f þessum landshluta. Ósennilegt er að flókakræðan í skóginum sé nýr landnemi þar eð hún finnst nú f þessum forna skógi en hefur ekki orðið vart í yngri skógum á svæðinu. Mikið er um mosa- og fléttuásætur á gömlum birkitrjám f Vatnshornsskógi (3. mynd). Úttekt hefur ekki verið gerð ennþá á þeirri flóru en þar er um forvitnilegt rannsóknarefni að ræða. Líklegt er að fleiri kurl eigi eftir að koma til grafar í Vatnshornsskógi. Takmarkaðar rannsóknir höfðu farið fram á lífríki íVatnshorns- skógi þar til í SKÓGVISTAR- verkefninu. í úttekt á botngróðri skógarins 2004 kom f ljós að hann er mjög gróskumikill og tegundarfkur (Ásrún Elmars- dóttir, o.fl. óbirt gögn). Stutt er í að f verkefninu liggi fyrir ftarlegri niðurstöður um birkið í skóg- inum og þann gróður og dýralíf sem þar er að finna. Fyrstu niðurstöður benda eindregið tii að skógurinn sé mjög merkilegur. Það hefur verið mikil framsýni að beita sér fyrir friðun hans. Þakkarorð Hörður Kristinsson greindi flókakræðuna úr Vatnshorns- skógi, las yfir handrit og færði tii betri vegar. Bergþór lóhannsson greindi mosa á birki. Ágúst Árnason veitti upplýsingar um skóginn og friðun hans. Inga Dagmar Karlsdóttir teiknaði kort og tók þátt í gróðurmælingum í skóginum ásamtÁsrúnu Elmars- dóttur. Rannís og Framleiðni- sjóður landbúnaðarins hafa styrkt SKÓGVISTAR-verkefnið. 88 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.