Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 19
sem eru tilefni þessa pistils.
Fyrstu myndina tók ég í Geita-
gerði 24. ágúst 1968. Þar sést
Wilhelm Elsrud f miðju (heldur á
frakkanum í vinstri hendi).
Vinstra megin við hann stendur
Garðar Jónsson skógarvörður á
Suðurlandi, og lengst til vinstri
hin gamla skógræktarkempa úr
Hafnarfirði, Jón Magnússon í
Skuld. Þeir standa þarna í jaðri
skógarreitsins í teig af sitkagreni,
sem var gróðursett 1953.
Kvæmið er Point Pakenham, þar
sem Hákon Bjarnason safnaði
fræi 1945. Þetta kvæmi var mikið
á ferðinni í gróðrarstöðvunum
þessi árin, var t.d. gróðursett á
Hallormsstað 1952.
Næsta myndin er tekin undir
sama sjónarhorni 30. sept. 2004.
Við hliðina á greniteignum
standa þrír kappar úr skógrækt-
inni á Hallormsstað: Baldur
lónsson, Bragi Jónsson og Þór
Þorfinnsson. Áþeim36árum,
sem eru á milli myndanna hefir
sitkagrenið sprett vel úr spori.
Hæsta tréð í teignum er nú 13,5
m hátt. Satt að segja hefir vöxtur
sitkagrenis á ofanverðu Fljóts-
dalshéraði komið mjög á óvart. í
þyrjun 6. áratugarins bjuggumst
við ekki við miklum vexti þess
þarna. En sitkagreni er til á
nokkrum bæjum á Upphéraði, og
er sama sagan alls staðar: Það
hefir vaxið langt umfram vænt-
ingar. Á Hrafnkelsstöðum f
Fljótsdal vex 6. hæsta sitka-
grenitré á fslandi, nú 20 m hátt.
Gróðursett 1951.
Loks gat ég ekki stillt mig um
að birta hér skemmtilega mynd af
Wilhelm Elsrud, sem ég tók á
Höfða í Mývatnssveit á aðal-
fundinum 1986. Þarerhanná
milli fsleifs Sumarliðasonar
skógarvarðar á Vöglum og Páls
Guttormssonar á Hallormsstað,
sem var verkstjóri þar í áratugi.
3. mynd.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
17