Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 24

Skógræktarritið - 15.05.2005, Síða 24
fjölbreytni kom f ljós að hópar með minni menntun lögðu meiri áherslu á þennan þátt en meira menntað fólk. Það er ekki óal- gengt í könnunum að minna menntað fólk svari spurningum sem innihalda fræðileg orð frekar jákvætt. Sú tilhneiging stafar þó ekki endilega af þvf að fólkið skilji ekki spurninguna, heldur frekar að það ifti vfsindi jákvæð- um augum almennt.7 Þó að landshlutabundnu skóg- ræktarverkefnin séu farin að hafa einhver efnahagsleg áhrif víða um land hefur skógrækt litla sem enga þýðingu fyrir þjóðartekjurn- ar enn sem komið er. Þrátt fyrir það töldu 68% aðspurðra að skógrækt verði mikilvæg auka- búgrein fyrir bændur í framtíð- inni. Auk þess er einn af já- kvæðum þáttum skógræktar talinn vera aukning f ferðaþjón- ustu í dreifþýli. Þá telur ríflegur meirihluti (69%) íslendinga það vera hlutverk skógræktar að framleiða skógarafurðir eins og jólatré, timbur og arinkubba. Þegar spurt var hvort fólk mundi frekar kjósa að kaupa fslenskar skógarafurðir en erlendar, sögðust 64% mundu kjósa íslenskar afurðir. Hvað þessa hagrænu þætti varðar var marktækur munur á svörum. Eldra fólk, fólk með minni menntun og konur hafa tilhneig- ingu til að leggja áherslu á hagræna og hagkvæma þætti.6 Það er sama mynstur sem finnst í fslensku könnuninni. Dreifbýlis- búar lögðu einnig meiri áherslu á hagræna þætti en þéttbýlisbúar, enda snertir sala og framleiðsla skógarafurða fyrst og fremst þá sem hafa jarðnæði undir slfka ræktun. Það sama á við þegar spurt var um sjálfbæra timbur- framleiðslu en þar telja marktækt fleiri dreifbýlisbúar hana vera mjög eða frekar mikilvægt hlut- verk skógræktar, enda töluverðar vonir bundnar við landshluta- bundnu skógræktarverkefnin. Önnur viðhorf gagnvart skógrækt Því er oft slegið upp í fjölmiðlum að skógrækt ógni ýmsum nátt- úrufræðilegum og menningar- legum gildum. Yfirleitt hefur það þó verið ein hávær rödd sem hefur vakið athygli á málinu og fengið töluverða athygli f kjöl- farið. Vfða um lönd hafa um- hverfisverndarsamtök notfært sér slfka athygli með þeim afleið- ingum að vakin hefur verið upp hræðsla og almenningsálit verður ýkt. Nokkrar spurningar áttu þvf að taka púlsinn á þessu. Hversu almennur skyldi þessi ótti vera á meðal landsmanna? Eins og sést á 4.mynd taldi yfirgnæfandi meirihluti lands- manna skógrækt ekki ógna dýra- eða plöntulífi né heldur landslagi eða menningarlegum minjum. Mjög áberandi er að 97% að- spurðra töldu skógrækt ekki ógna fuglalffi almennt. 94% lands- manna töldu að skógrækt ógni ekki landbúnaði. 85% töidu að skógrækt ógnaði ekki fornleifum. Kannað var viðhorf landsmanna til tegundavals í skógrækt. Þegar aðspurðir voru beðnir um að nefna tvær íslenskar trjátegundir gátu allflestir eða 86% nefnt birki, um fimmtungur nefndi reyninn. Önnur svör voru t.d. greni (16%) og lerki (9%). Einungis 17% nefndu tvær íslenskar tegundir. Það er áhugavert að fjórðungur landsmanna í aldurshópnum 18- 24 ára taldi að greni sé íslensk tegund. Landsmenn voru einnig spurðir hvort þeim þætti skipta máli hvaða trjátegundum væri plantað hérlendis til skógræktar og ef svarið er já, hvaða tegundir vildu þeir þá helst sjá. Meirihluta landsmanna fannst það skipta máli hvaða tegundir væru gróð- ursettar hér á landi. Skoðunin var algengari meðal þeirra sem eldri eru og líka hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsskóla eða há- skóla. Þegar þeir sem höfðu ákveðnar skoðanir á því hvaða tegundum ætti að planta voru spurðir að þvf hvaða tegundir ættu helst að verða fyrir valinu var birki oftast nefnt (52%), þar á eftir kom greni (23%) og í þriðja sæti sú tegund sem hentaði best Fuglum almennt Sjaldgæfum plöntum og dýrategundum Gróðri almennt Fornleifum Landslagi 0 5 10 15 20 25 30 % 4. mynd. Spurt var hvort fólk teldi skógrœkt ógna ýmsum þáttum í umhverfinu. 22 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.