Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 29

Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 29
hverfisþjónusta kemur fyrst, síðan þjónusta við samfélagið og loks hagrænir þættir. Þessir flokkar eru um leið markmið með skógrækt. Á undanförnum árum hafa hagrænir þættir hins vegar verið ríkjandi í lagasetningu, rannsóknum og fjárveitingum til íslenskrar skógræktar og rétti- lega. Sú áhersla hefur leitt til mikilla framfara í skógrækt, ekki sfst stofnunar landshluta- bundinna skógræktarverkefna sem ná til landsins alls. Góður árangur þeirra, og reyndar skóg- ræktar almennt, kemur fram í könnuninni í því formi að hag- rænir þættir eru taldir geta haft mikið gildi þó þeir hafi það ekki í dag. Þótt hagrænir þættir hafi lent aftast í forgangsröð hér- lendis sem annars staðar eru Islendingar jákvæðari hvað þennan þátt varðar en þjóðir með mun meiri skógarhefð og þar sem skógar eru efnahagslega mikilvægir. Utivistarskógar hafa mikið gildi fyrir almenning og flestir hafa tiltölulega greiðan aðgang að þeim. Með aukinni nýtingu skóga til útivistar er ljóst að skipuleggja þarf fleiri og stærri skóglendi með tilliti til útivistar- þarfa almennings. Ræktun nýrra skóga og skipulag útivistarskóga þarf auk þess að stuðla að þeirri upplifun sem fólk leggur mesta áherslu á, svo sem friðsæld, gott skjól og nálægð við náttúruna. Mikilvægustu þættir f umhverfis- þjónustu skóga voru taldir jarð- vegsvernd, endurheimt birki- skóga og ræktun nýrra skógar- svæða og mikilvægast í sam- félagsþjónustu var útivist. Þróun landnýtingar mun að öllum líkindum leiða til aukinnar útbreiðslu náttúrulegs birki- skóglendis. Hin markmiðin: ræktun nýrra skóga, sérstaklega til jarðvegsverndar og útivistar, eru háð aðkomu mannsins og e.t.v. er við hæfi að beina rannsóknum, fræðslu og fjármagni meira í þágu þessara markmiða skógræktar en gert hefur verið hingað til. Ljóst er að gildi skóga og viðfangsefni skógræktar takmark- ast ekki við timþurframleiðslu. Skógrækt snýst um miklu meira en trjátegundir eða gróðursetn- ingu og eru ný og spennandi gildi að Iíta dagsins ljós. Skógar eru ekki lengur eingöngu vettvangur skógfræðinga og skógræktar- manna. Brýnt er að taka tillit til hinna ýmsu gilda við rannsóknir, stefnumótun og skipulagningu í skógrækt. Til að stuðla að þeim fjölnytjum skóga sem almenn- ingur kallar eftir er nauðsynlegt að stundaðar séu fjölfaglegar rannsóknir. Þessi skoðanakönnun hefur veitt langþráða innsýn í afstöðu og væntingar almennings til málefnis sem er íslendingum mjög kært. Nú er undir þeim komið sem starfa við skógrækt að nota niðurstöðurnar sem vegvísi f átt til betri skilnings og til að uppfylla væntingarnar. ÞAKKIR Höfundar vilja þakka Karli S. Gunnarssyni, Þresti Eysteinssyni og Aðalsteini Sigurgeirssyni fyrir aðstoð við undirbúning á viðhorfskönnuninni og alla hjálp við skrif þessarar greinar. Einnig eiga myndasmiðirnir, Þröstur og Brynjar Skúlason, bestu þakkir skildar fyrir þeirra framlag. HEIMILDIR 1 Rametsteiner, E. & Kraxner, F. 2003. Europeans and Their Forests. What Do Europeans Think About Forests and Sustainable Forest Management? A Review of Representative Public Opinion Surveys in Europe. 2 Innes, J. 2002. In: Morford, S. and James, J., eds. Jncorporating the human dimension: the role of social science in natural resource management in British Columbia: a forum (June 27-28, 2001). Kamloops, BC: FORREX. FORREX Series no. 5. p.4-8. 3 Economics & Statistics Forestry Group, Forestry Commission, Edinburgh UK May 2003. UK Public Opinion of Forestry 2003. 4 Þorvarður Árnason. 2004. Stuðningur við umhverfisvernd minnkar. Morgunbiaðið, 15. febrúar 2004, bls. 10-11. 5 Rametsteiner, E. 1991. The attitude of European consumers towards forests and forestry. Unasylva - No. 196. 6 Cordell, H. Ken and Farrant, Michael A. 2002. Changing demographics, values and attitudes. Journal of Forestry, Bethesda USA: Oct/Nov 2002. Vol. 100, Issue 7:bls. 28-34. 7 Krosnic, Joh. A. Survey research: Annual review of Psychology, Palo Alto, USA: 1999 Vol. 50, bls.537-598. 8 Þór Þorfinnsson. 1994-2003. Ársskýrslur skógarvarðar á Hallormsstað. Óútgefið. Skógrækt ríkisins. 9 Sigurður Skúlason. 1994-2003. Ársskýrslur skógarvarðar á Vöglum. Óútgefið. Skógrækt ríkisins. 10 Sigurður Oddsson. 2004. Tjaldferðalög að leggjast af. Fréttablaðið 02.10.2004, bls.8. 11 Hagstofa fslands. http://www.hagstofa.is. 12 Frank Sodergaard Jensen. 1995. In: Multiple-use forestry in the Nordic countries. Hytönen, M. (ed.J. The Finnish Forest Research Institute, Helsinkil995. bls.245-278. 13 Frank Sodergaard Jensen. 2005. Personal Communication. 14 Hornsten, L. and Fedman, P. On the distance to recreational forests in Sweden. Landscape and Urban Planning. 51(1) Sept. 2000 bls. 1-10. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.