Skógræktarritið - 15.05.2005, Blaðsíða 37
4- mynd. Yfirlitsmyndir yfir lúpínureit og samanburðarreit ístiklingatilrauninni á Hofsnesi. Myndir teknar íseptember 2003.
20, 50 og 80 cm (3. mynd).
Stiklingarnir voru bundnirsaman
í knippi og settir í plastpoka og
geymdir í óupphitaðri og dimmri
geymslu til vors. Stiklingaknippin
voru látin liggja á kafi í vatnsbaði
í um þrjá sólarhringa áður en að
gróðursetningu kom.
Til gróðursetningar var not-
aður sérstakur heimasmfðaður
1.5 m langur stafur með ástigi og
um 50 x 1,5 cm stálstöng á end-
anum sem stigin var á ská ofan í
grýttan melinn til að útbúa set
fyrir stiklingana. Mikilvægt er að
stinga á ská til að draga úr hættu
a vatnstapi og auðvelda það að
geta þjappað vel að stiklingnum
eftir gróðursetningu.10 í Skerinu
voru skilgreind 5 aðskilin svæði
eða þlokkir. í hverri blokk voru
afmarkaðir tveir 6 x 60 m reitir,
annar utan lúpínubreiðu og hinn
innan hennar. Þann 16. maí 2002
voru tuttugu stiklingar af hverri
tegund og hverri lengd (alls 180
stiklingar per reit) gróðursettir
bannig að helmingur þeirra fór
um 1/3 niður í jarðveg en hinn
helmingurinn fór 2/3 niður í
iarðveg (3. mynd).
Þann 2. ágúst 2002 var hæð
lúpínunnar mæld á þremur
fyrirfram ákveðnum stöðum í
hverri blokk. Einnig var skuggun
°g blaðflatarhlutfall (LAl) lúp-
ínunnar mælt með sérstöku
mælitæki (LAI-2000). Hlutfallsleg
skuggun í mismunandi hæð í
lúpínubreiðunum (/S) var reiknuð
út með eftirfarandi formúlu með
þeirri forsendu að laufblöð væru
jafndreifð með hæð í breiðunni:
fS = 1- exp-^1-
þar sem L er laufflatarmál ofan
þeirrar hæðar í breiðunni sem
skuggun er metin fyrir og k er
svokallaður ljósupptökustuðull
sem hér er 0,5, eins og almennt
er notað fyrir laufkrónur.4
Lifun í tilrauninni var metin 2.
ágúst 2002, 7. júnf og 25. sept-
ember 2003 og 7. október 2004. f
október 2004 var hæðarvöxtur og
toppkal metið með því að ganga
á raðirnar og mæla hæð allra
lifandi trjáa. Ef tré hafði sjá-
anlega misst toppsprota sinn og
nýir sprotar vaxið út neðar á
stiklingnum var það metið sem
kalið. Þetta var því í raun einnig
mat á tilhneigingu til þess að
20g 20d 50g 50d 80g 80d 20g 20d 50g 50d 80g 80d 20g 20d 50g 50d 80g 80d
AÖ AÖ AÖ AV AV AV GV GV GV
5. mynd. Meðallifun ±staðalskekkja (%) þremur árum eftir gróðursetningu með 20, 50 og 80 cm
löngum stiklingum af alaskaösp (AÖ), alaskavíði (AV) og gulvíði (GV) inn í lúpínubreiður og utan
þeirra. Stiklingar voru ýmist gróðursettir grunnt „g" eða djúpt „d". Tölfræðilegar niðurstöður eru
sýndarí2. og 3. töflu.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
35