Skógræktarritið - 15.05.2005, Side 39
8. mynd. Maskaösp af20 cm stiklingi gróSursettum grunnt (1/3 niður) ílúpínubreiðu og
sUðrastör. Mynd tekin ílok september 2003 og lúpínan er byrfuð að sölna.
upp úr jarðvegi (um 10 cm), þá
nær aðeins um 15% af
sólgeisluninni þangað niður (1.
tafla).
Áhrif alaskalúpínu á árangur
skógræktar?
Á fyrsta hausti (2002) var lifun á
samanburðarsvæðinu að jafnaði
80% og 60% í lúpínunni (gögn
ekki sýnd). Inni í lúpínu-
breiðunum var lifun þá 71% fyrir
alaskaösp (AÖ), 49% fyrir alaska-
víði (AV) og 61% fyrir gulvfði
(GV). Þegar 20 cm stiklingum var
sleppt úr samanburðinum var
lifunin 80%, 59% og 74% fyrir AÖ,
AV og GV. Þá voru afföllin ekki
marktækt frábrugðin því sem
gerðist úti á melnum (gögn ekki
sýnd).
Þremur árum eftir gróðursetn-
ingu voru afföll á AÖ og GV orðin
marktækt meiri inni í lúpínu-
breiðunum en utan þeirra
(5. mynd , 2. tafla). Þegar allar 6
meðferðirnar með lengd og dýpi
voru teknar saman þá var lifun
þessara tveggja tegunda að
meðaltali 65% á melnum en
aðeins 39% í lúpínunni.
Alaskavíðir skar sig úr hvað
varðaði afföll, með aðeins um
25% lifun bæði utan og innan
lúpínu, og því varð marktækt
samspil milli áhrifa lúpínu og
trjátegunda skv. 2. töflu. Þetta er
samt talsvert betri lifun en fékkst
þegar bakkaplöntur af birki voru
gróðursettar beint inn í þrótt-
mikla lúpínubreiðu á Svínafelli f
Öræfum.2 í þeirri tilraun lifði
aðeins um 10% birkisins í þrjú ár
inn í lúpínubreiðu miðað við um
85% lifun utan við hana. Áhrif
þess að nota langa stiklinga voru
marktækt minni afföll f lúpínu en
á hálfgrónum mel, og því var
samspil lúpínu og lengdar
stiklinga tölfræðilega marktækt í
2. töflu. Áhrif lúpínu á vöxt AÖ,
AV og GV voru einnig almennt
mjög jákvæð miðað við vöxt
þessara tegunda úti á melnum
(6. mynd) og auk heldur var
toppkal mun minna vandamál
inni f lúpínubreiðum en utan
þeirra (7. mynd). Þessi jákvæðu
áhrif voru hámarktæk, en
jafnframt kom fram marktækt
samspil f þá átt að því lengri sem
stiklingarnir voru því jákvæðari
urðu áhrif lúpínu á vöxt og
toppkal miðað við það sem
gerðist úti á melnum (2. tafla).
Hvernig stiklinga skal
gróðursetja í lúpínubreiður?
Það er augljóst að lengd
stiklinganna skipti höfuðmáli til
að ná árangri með skógrækt inni í
lúpínubreiðum. Best varð lifunin
f lúpínunni fyrir allar þrjár
trjátegundirnar þegar notaðir
voru 80 cm langir stiklingar sem
gróðursettir voru djúpt, eða 58%,
50% og 68% lifun fyrir AÖ, AV og
GV. Samspilið milli lengdar
stiklinga og affalla f lúpínu var
hámarktækt (3. tafla). Þvf lengri
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
37