Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 40
9. mynd. Þriggja ára alaskaösp vaxin upp af 80 cm stiklingi í tilrauninni á Hofsnesi. Myndin var
tekin í lok september 2004, bæði ösp og lúpína eru að fella lauf.
sem stiklingarnir voru því betri
varð lifunin í lúpínubreiðunum
(5. mynd). Þrátt fyrir að hæðar-
vöxturværi ávallt meiri inni f
lúpínu þar sem jafnlangir stikl-
ingar AÖ og GV höfðu verið
gróðursettir djúpt þá gilti það
ekki um AV og því varð samspil
áhrifa lúpínu og gróðursetningar-
dýpis ekki marktækt (3. tafla). AÖ
skar sig marktækt frá víðitegund-
unum hvað varðaði hættuna á að
missa toppsprotann og mynda
nýja ráðandi sprota, og því var
marktækur munur á milli
tegundanna (3. tafla).
Það er athyglisvert að það var
ekki sú stiklingagerð sem gnæfði
hæst upp sem skilaði að jafnaði
bestum árangri í lúpínubreið-
unum (80 cm stiklingar, gróður-
settir grunnt). Þvert á móti voru
það þriðju hæstu stiklingarnir
sem gáfu besta raun, 80 cm
stiklingar sem gróðursettir voru
djúpt. Það er því augljóst að það
var ekki bara samkeppni um ljós
sem takmarkaði árangur f lúp-
ínubreiðunum. Djúpt og öflugt
rótakerfi ásamt nægilega háum
ofanjarðarvexti voru forsendur
þess að hafa betur í samkeppni
við lúpínuna. Þetta gæti bent til
þess að enn betra gæti verið að
nota enn lengri stiklinga en 80
cm og gróðursetja þá nógu djúpt.
Til dæmis 120 cm langa stiklinga
sem væru settir um 60-70 cm
niður f jarðveg.
Ef nota á venjulega stiklinga
inn í iúpínubreiður verður að
undirbúa svæðið með jarð-
vinnslu til að opna breiðurnar,7
eða slá lúpínuna í þær þrjár vikur
snemmsumars sem hún er við-
kvæm fyrir slætti.1'5 Þó ber að
hafa í huga að lúpfna verður mun
hávaxnari og þéttari á SA-landi
en gerist á þurrari svæðum
landsins,6 og við þurrari að-
stæður gæti árangur orðið
ásættanlegur með miðlungs
stórum stiklingum eða jafnvel
bakkaplöntum. Þannig varð lifun
bakkaplantna sem gróðursettar
voru beint inn f lúpínubreiður um
25-30% í Þjórsárdal og Heiðmörk,
en um 70% á Hálsmelum í
Fnjóskadal þar sem lúpínan er
lágvaxnari og gisnari.2
Hvernig skal gróðursetja
órætta stiklinga í hálfgróinn
mel?
Þó að tilraunin væri skipulögð
með það fyrir augum að finna
ódýra aðferð við að koma skógi
beint f lúpínubreiður má draga
ýmsa lærdóma af því hvernig
mismunandi stiklingagerðir
gáfust á samanburðarlandinu,
38
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005