Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 82
I .mynd. Holtasóleyjar í fullum blóma. Blómin snúa öll ísömu átt, mól sólu. Ljósmynd: fóhann Óli Hilmarsson.
þúfur. Hún er af rósaætt en ekki
sóleyjaætt eins og íslenska heitið
gefur tilefni til að halda. Teg-
undahugtakið er nokkuð á reiki
innan Dryns-ættkvfslarinnar og
misjafnt eftir heimildum hvort
mismunandi stofnar innan
ættkvíslarinnar eru taldir vera
afbrigði sömu tegundar, undir-
tegund eða eru greindir sem sér
tegund. Erfiðleikar við að greina
þarna á milli má að hluta til skýra
út frá útbreiðslusögu ættkvíslar-
innar á norðurhveli fyrir og eftir
að sfðasta kuldaskeiði ísaldar
lauk. Tegundir innan Dryas eru
sumar hverjar náskyldar og geta
flestar myndað sín á milli kyn-
blendinga fyrir utan D. drummondii
(orralauf) sem sker sig úr. Þær
tegundir innan Dryas sem hafa
mesta útbreiðslu á norðurhveli
eru D. octopelala L. sem er sú
tegund sem hér vex og D.
integrifolia M. Vahl (3,mynd).
Blóm holtasóleyjar (D.
octopetala) eru stöká hverjum
hærðum blómlegg en hver planta
getur borið mörg blóm. Blómin
eru stór, um tveir cm í þvermál,
með hvítum krónublöðum sem
oftast eru átta en geta verið fleiri
og telst þá blómið vera ofkrýnt. í
miðju blómsins eru margir gulir
fræflar (karlhluti blómsins og þar
sem frjókornin myndast) og þar
fyrir innan eru frævurnar sem eru
kvenhluti blómsins eða sá hluti
sem myndar fræ eftir frjóvgun og
þroskast í aldin. Hver fræva
myndar hnotu við aldinþroskun
og stfll frævunnar verður að
fjaðurhærðum hala. Þar sem
frævurnar eru margar verður
myndarlegur hárbrúskur við
aldinþroskunina og kallast þá
holtasóleyin hárbrúða eða
hármey. Blöðin, rjúpnalaufið, eru
sígræn. Þau eru egglaga og nær
bogtennt, gljáandi á efra borði en
hvítloðin á neðra borði. Rótin er
80
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2005