Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 93

Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 93
0yvind Meland Edvardsen Frægæði og fræmeðhön JleuU'i Ul önucftyiaA jftœö^luna'i ocj, kaaktMBmcia^ pIxUiÍtd^namieidMU' 0yvind Meland Edvardsen, skógfræðingur og framkvæmda- stjóri Norska skógarfræbankans, gerir grein fyrir mikilvægum þáttum sem hafa áhrif á frægæði, hvað hægt er að gera til að auka gæði fræsins og hvernig á að geyma fræ. Hvað eru frægæði? Frægæði í þessu samhengi fjalla um spírun (spírunarprósentu) og lífsþrótt (spírunarhraða/spírunar- orku). Til að ná hagkvæmni í ræktun skógarplantna þurfa gróðrarstöðvarnar fræ með eins góðri spfrun og mögulegt er. Það gefur möguleika á „eins fræs sáningu” og hraðri spírun sem gefur jafnari plöntur í bökkunum, minni afföll og mun lægri fram- leiðslukostnað fyrir gróðrarstöðv- arnar. Hvernig nást frægæði? Það er sameiginlegt fyrir trjá- tegundir f okkar norðlægu skóg- um að hitastigið er ráðandi þáttur, bæði fyrir blómmyndun og fræþroska. Til að fá gott fræár fyrir til dæmis rauðgreni, þarf hagstætt hitastig f nokkrar vikur á miðju sumri þegar blómbrumin myndast. Kalt veðurfar á þessum tíma leiðir til að það myndast aðeins vaxtarbrum. Árið eftir þegar tréð blómstrar er há hitasumma afgerandi fyrir góðan fræþroska. Af þessu má ljóst vera mikilvægi þess að hafa fjármagn til að safna miklu fræi í góðum fræárum, sem geta komið með margra ára millibili. Einnig er nauðsynlegt að til staðar sé kunnátta, skipulagning og verk- þekking á öllum þáttum sem stuðla að auknum frægæðum. Hvað geymist fræ lengi? Trjáfræ eyðileggst fljótt ef það er ekki geymt á réttan hátt, en þó að fræið sé geymt í kæli- eða frysti- geymslu leiða náttúrulegir öldrunarferlar í fræinu til minnk- andi gæða með tímanum. Þegar langt er á milli góðra fræára er mjög mikilvægt að geyma trjá- fræið við kjöraðstæður til að hægja á öldrunarvirkninni. Geymsluþol trjáfræs og kjörað- stæður við geymslu eru breyti- legar milli trjátegunda. Geymslu- þol getur lfka verið mjög breyti- legt milli fræárganga og þar er fræþroskinn afgerandi þáttur. Þess vegna er ekki hægt að gefa út geymsluábyrgð fyrir trjáfræ. f Norska Skógarfræbankanum eru nokkur dæmi um rauðgreni- og skógarfurufræ sem hefur við kjöraðstæður verið f geymslu í mjög langan tíma. Árið 1970 var sérstaklega gott fræár í Norður- Noregi og fræ frá þeim tíma hefur ekki enn tapað spírunar- eiginleikum að neinu ráði og spírar yfir 90%. Skógarfræbank- inn á einnig fræ af skógarfuru frá 1937 þar sem spírunarprósentan er enn 76%! Þetta skógarfurufræ er ekki söluvara en fylgst er með þróun spírunareiginleika til að fá meiri kunnáttu um geymsluþol fræsins. Almennt má segja að auðveldlega sé hægt að geyma rauðgreni og skógarfurufræ í 10- 15 ár að því gefnu að frægæðin hafi verið nægjanleg í upphafi. Hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir geymsluþoi trjáfræs? • Frætegund o Ortodokse fræ eru frætegundir sem þola þurrkun og geymslu, t.d. Picea og Pinus- tegundir o Recalcitrante fræ eru fræteg- undir sem þola ekki þurrkun og geymslu, t.d. Quercus- tegundir o Fræ með eiginleika frá báðum SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.