Skógræktarritið - 15.05.2005, Page 96
það niður í ca 6% vatnsinnihald
og geyma í 1 -2 ár án þess að
áhrifin af meðhöndluninni tapist
að nokkru ráði.
Að rjúfa frædvala
(stratifisering)
„Kald/blautmeðhöndlun /
stratifisering" á trjáfræi fyrir
sáningu, er aðferð til að rjúfa
frædvala og auka spírunarorkuna.
Eftir að fræið er þroskað fara
margar frætegundir í dvala sem
gerir spírun erfiða eða stöðvar
alveg möguleika á spírun, við
aðstæður sem annars væru
hagstæðar fyrir spírun. Sérstök
meðhöndlun geturverið nauð-
synleg til að rjúfa dvalann svo
spfrun geti hafist.
Á einfaldan hátt er hægt að
skipta fræi með frædvala upp í
þrjá flokka:
• Fræ með eiginleika í fræskel-
inni sem hindrar/seinkar spírun
• Fræ með eiginleika í kfmi
og/eða fræhvítu sem hindrar
spírun
• Fræ með spírunarletjandi
6. mynd. Skógarfræbankinn, 5000 m2 bygging nálægt miðbæ Hamars í Austur-Noregi.
í frævinnsluferlinu. Lifandi og
dauð fyllt fræ hafa samt sem
áður mismunandi lífeðlislega
eiginleika sem hægt er að nýta
við flokkun á dauðum fræjum frá
lifandi með IDS aðferðinni.
IDS aðferðin samanstendur af
þremur þrepum. Þegar fræið
dregur upp ákveðið vatnsmagn,
binst vatnið sterkar í lifandi en
dauðum vef (incubation). Við
þurrkun á fræinu í ákveðinn tfma
kemur fram mismunur í þyngd
milli lifandi og dauðra fræja
(drying). Þessi þyngdarmunur
gerir mögulegt að flokka úr
dauðu fræin. Þegar fræið er lagt í
bleyti sökkva lifandi fræ en þau
dauðu fljóta (separation).
Fræ sem er meðhöndlað eftir
IDS-aðferðinni fær einnig aukinn
lífsþrótt. Best er að nota IDS
meðhöndlað fræ innan 1-2 ára til
að nýta ávinninginn af auknum
Iffþrótti í fræinu.
Örvun
Örvun (vitalisering) er aðferð til
að auka spfrunarhraðann í fræi
með lága spírunarorku. Fræið er
lagt í bleyti á sama hátt og við
IDS-aðferðina. Eftir vatnsbaðið
er fræið sett með ca 30% vatns-
innihaldi í plaströr sem er lokað í
báða enda með dúk sem hleypir í
4. IDS-fer fyrir flokkun á fræi.
gegnum sig lofti. Þannig eru
tryggð loftskipti í innra og ytra
umhverfi fræsins. Aðferðin fer
fram í hitaskáp þar sem haldið er
100% loftraka og 15° C hita í
ákveðinn tfma (3-21 sólarhring),
allt eftir gæðum fræsins. f með-
höndluninni fara af stað lífefna-
fræðilegir ferlar sem virka
spírunarhvetjandi, en án þess að
fræið spíri.
IDS meðhöndlað og örvað fræ er
ferskvara en hægt er að þurrka
94
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005