Skógræktarritið - 15.10.2019, Síða 5

Skógræktarritið - 15.10.2019, Síða 5
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 3 Um mynd á kápu Kápu Skógræktarritsins prýðir nú verkið Dádýr eftir Írisi Elfu Friðriksdóttur. Írís Elfa Friðriksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1960. Listmenntun Írisar hófst í Myndlista- og handíða- skóla Íslands, sem hún lauk árið 1984. Framhaldsnám stundaði hún í Hollandi, við hina þekktu akademíu, kennda við Jan van Eyck í Maastrich og lauk brottfara- prófi þaðan árið 1986. Íris hefur starfað og búið á Íslandi og á Norður- löndunum fyrir utan Finnland en á síðustu árin hefur hún búið í Danmörku í bænum Sønderborg skammt frá þýsku landamærunum. Hefur hún jöfnum höndum kennt listnám við Sønderjylland Kunstskole og Haderslev Kunstskole en auk þess tengst ýmsum listaverkefnum er tengjast næsta nágrenni og umhverfi. Íris hefur haldið fjölmargar einkasýningar og samsýningar bæði hér á landi og í Danmörku og Þýskalandi. Um myndlistarmanninn segir Bragi Ásgeirsson í Morgunblaðinu 23. mars árið 2000 m.a. og gæti öðru fremur lýst fjölbreyttum hugðarefnum og nálgun Írisar í sinni myndlistarsköpun; „En fari maður að hugleiða hlutina, er það alveg rétt að ekkert er alveg eins í náttúrunni þótt hún sé byggð upp af örfáum frumformum, en hins vegar ekki kórrétt að ekkert sé alveg eins í mannanna verkum, því þar gilda önnur lögmál. Heimspekin er þó á vissan hátt fullgild og framslátturinn vekur upp gagnlegar hugleiðingar hjá hverjum og einum ef vill“. Íris var valinn bæjarlista- maður ArtPrize2019 í Sønderborg á þessu ári og er orðinn málsmetandi listamaður sem tekið er eftir. Í umsögn formanns úthlutunarnefndar verðlaunanna segir hann að Íris hafi sprungið út sem myndlistamaður á síðustu árum. Myndlist hennar sé framsækin með djúpar upprunalegar rætur þar sem oft er unnið með endurnýjanleg hráefni með náttúruna og tilvísanir til hennar sem leiðarstef. Tryðu þér óðlegt ár Áskri í jólapakka VERÐ Í ÁSKRIFT: 6.730 kr. 4 eintök í lausasölu: 7.920 kr. * með áskri fylgir 1 blað frá 2019 15% afsláttur Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er lífsstílstímarit sem fjallar um sumarhúsalíf, garðyrkju og umhverfis- mál. Tímaritið hefur verið gefið út frá 1994. Gefin verða út 4 tölublöð á næsta ári. Fyrsta tölublað ársins kemur út í byrjun mars, vorblaðið í maí, sumarblaðið í byrjun júlí, og í nóvember kemur út aðventu- og jólablaðið. Íslensk jólatré Opið helgarnar 7.–8., 14.–15. og 21.-22. desember kl. 10:00–18:00 Viðskiptavinir fá heitt súkkulaði í kaupbæti Skógræktarfélag Hafnafjarðar við Kaldárselsveg Sími: 555 6455 Netfang: skoghf@simnet.is Heimasíða: www.skoghf.is Skreytingar úr efniviði skógarins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.