Skógræktarritið - 15.10.2019, Síða 11

Skógræktarritið - 15.10.2019, Síða 11
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 9 tómum kofanum. Lagði hún ávallt áherslu á að skógrækt væri mælikvarði á menningu þjóðarinnar. Skógrækt væri ekki bara spurning um timburauðlind heldur ekki síður hvernig við hugsuðum um ræktun og skyldur okkar gagnvart landinu. Þar væri verk að vinna við fræðslu og kennslu ungviðis og nýrra kynslóða sem tækju við eftir því sem vitneskja og reynsla yxi úr grasi, meðvitaðar ákvarðanir um aðgerðir gagnvart landeyðingu, uppblástur og skógrækt. Að almennur skilningur ríkti í landinu um þessi mál var henni tamt að fjalla um á stjórnarfundum. Á þessum árum tókst félagið á við aukin verkefni á landsvísu, m.a. Landgræðsluskóga- verkefnið. Það hefur ótvírætt gjörbreytt umhverfi þéttbýliskjarna á landinu en uppvaxandi skógar prýða nú nánast alla þéttbýliskjarna landsins. Á sama tíma var stofnaður Yrkjusjóður fyrir tilstilli Vigdísar Finnbogadóttur og fer Skógræktarfélag Íslands með umsýslu sjóðsins en þar er fyrst og fremst hugað að æsku landsins og skeytingarleysi gagnvart landeyðingu var almenn í landinu. Hún upplifði hins vegar þá miklu viðhorfsbreytingu sem varð meðal þjóðarinnar sem segja má að hafi m.a. byrjað á Ári trésins árið 1980 þegar hún tók að sér framkvæmdastjórn 50 ára afmælisárs Skógræktarfélags Íslands. Þá varð það einnig gæfa skógræktar á Íslandi að fá forseta sem beindi athygli landsmanna að skógrækt en Vigdís Finnbogadórttir hafði vitaskuld jákvæð áhrif á almenningsálit um allt land. Það má því með sanni segja að tvær konur í ábyrgðarstöðu hafi átt drjúgan þátt í að breyta viðhorfi landsmanna til skógræktar. Hulda var góður gestgjafi heim að sækja en hún bauð gjarnan stjórn og starfsmönnum félagsins heim til sín í Sólheima 5, þar sem oft var glatt á hjalla. Þessi boð juku á samheldni og treystu bönd sem nauðsynleg eru í hverju samstarfi. Í viðræðum við Huldu kom glöggt fram að hún var víðlesin og þegar kom að menningu og listum var ekki komið að Frá gróðursetningu Yrkjusjóðsins á Úlfljótsvatni árið 1996. Í öftustu röð má m.a. sjá stjórnarmenn í Yrkjusjóðnum – Matthías Johannessen, formann sjóðsins, Huldu, Þorbjörgu Sæmundsdóttir, fulltrúa íslenskrar æsku og Kristinn Þorsteinsson, umsjónarmann Orkuveitunnar á Yrkjuverkefninu á Úlfljótsvatni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.